Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2020 23:33 Albertína Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Stöð 2/Einar Árnason. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örri þróun í smíði rafmagnsflugvéla var lýst í fréttum okkar í gærkvöldi en þar spáði Friðrik Pálsson því að Íslendingar yrðu farnir að fljúga á rafmagni innan sjö til átta ára. „Ég held að það sé virkilega raunhæfur kostur að við séum að sjá, sérstaklega þessar styttri leiðir, bara rafvæddar á þeim tíma,“ segir Albertína, sem er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Magni X flaug í fyrsta sinn á rafmagnshreyfli fyrir hálfum mánuði í Bandaríkjunum og varð þar með stærsta rafmagnsflugvél heims. Þetta er í raun breytt vél af gerðinni Cessna Grand Caravan og tekur níu farþega.Mynd/Magni X. Albertína er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. Þar er lagt til að rannsóknir og undirbúningur rafvæðingar flugsins fari strax inn á samgönguáætlun. Hún segir Íslendinga ekki mega sitja eftir þegar aðrar Norðurlandaþjóðir séu að marka slíka stefnu. „Nordic Innovation, sem er undir Norðurlandaráði, er að vinna að þessu statt og stöðugt bara núna,“ segir Albertína en í greinargerð tillögunnar kemur fram að stofnunin hafi styrkt sameiginlegt verkefni systurstofnana Isavia; Swedavia, Finavia og Avinor, til þess að þróa staðla fyrir rafmagnsflugvélar. Þannig stefni Norðurlöndin að því að verða í forystu á þessu sviði. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir að því að þessi 19 sæta vél verði farin að fljúga með farþega eftir 5 ár. Henni er ætlað að þjóna áfangastöðum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Loftlínan milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar, lengstu áætlunarleiðarinnar á Íslandi, er 380 kílómetrar.Mynd/Heart Aerospace. Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu, að mati Albertínu, og leggja sitt af mörkum til þess að rafvæða flugið. Hún segir þarna gríðarleg tækifæri. „Þá erum við að tala um að nota innlenda orkugjafa til þess að keyra flugið, - að ég tali ekki um að lækka kolefnisfótsporið af fluginu. En flugið er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir bæði höfuðborg og landsbyggðina,“ segir hún. Athygli vekur að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli flytja málið, þess flokks sem leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli. En er rafvæðing flugsins ekki rök fyrir því að halda flugvellinum? „Nei, þetta kemur flugvellinum í rauninni ekkert við. Við þurfum að rafvæða flugið hvort sem flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar. Hins vegar varðandi Reykjavíkurflugvöll þá er náttúrlega alveg ljóst að góð tenging er nauðsynleg milli landsbyggðanna og höfuðborgarinnar. En það liggur fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verður þar sem hann er þangað til jafngóður eða betri kostur finnst. Og við það samkomulag á að standa,“ segir Albertína Elíasdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Borgarstjórn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örri þróun í smíði rafmagnsflugvéla var lýst í fréttum okkar í gærkvöldi en þar spáði Friðrik Pálsson því að Íslendingar yrðu farnir að fljúga á rafmagni innan sjö til átta ára. „Ég held að það sé virkilega raunhæfur kostur að við séum að sjá, sérstaklega þessar styttri leiðir, bara rafvæddar á þeim tíma,“ segir Albertína, sem er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Magni X flaug í fyrsta sinn á rafmagnshreyfli fyrir hálfum mánuði í Bandaríkjunum og varð þar með stærsta rafmagnsflugvél heims. Þetta er í raun breytt vél af gerðinni Cessna Grand Caravan og tekur níu farþega.Mynd/Magni X. Albertína er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. Þar er lagt til að rannsóknir og undirbúningur rafvæðingar flugsins fari strax inn á samgönguáætlun. Hún segir Íslendinga ekki mega sitja eftir þegar aðrar Norðurlandaþjóðir séu að marka slíka stefnu. „Nordic Innovation, sem er undir Norðurlandaráði, er að vinna að þessu statt og stöðugt bara núna,“ segir Albertína en í greinargerð tillögunnar kemur fram að stofnunin hafi styrkt sameiginlegt verkefni systurstofnana Isavia; Swedavia, Finavia og Avinor, til þess að þróa staðla fyrir rafmagnsflugvélar. Þannig stefni Norðurlöndin að því að verða í forystu á þessu sviði. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir að því að þessi 19 sæta vél verði farin að fljúga með farþega eftir 5 ár. Henni er ætlað að þjóna áfangastöðum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Loftlínan milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar, lengstu áætlunarleiðarinnar á Íslandi, er 380 kílómetrar.Mynd/Heart Aerospace. Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu, að mati Albertínu, og leggja sitt af mörkum til þess að rafvæða flugið. Hún segir þarna gríðarleg tækifæri. „Þá erum við að tala um að nota innlenda orkugjafa til þess að keyra flugið, - að ég tali ekki um að lækka kolefnisfótsporið af fluginu. En flugið er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir bæði höfuðborg og landsbyggðina,“ segir hún. Athygli vekur að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli flytja málið, þess flokks sem leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli. En er rafvæðing flugsins ekki rök fyrir því að halda flugvellinum? „Nei, þetta kemur flugvellinum í rauninni ekkert við. Við þurfum að rafvæða flugið hvort sem flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar. Hins vegar varðandi Reykjavíkurflugvöll þá er náttúrlega alveg ljóst að góð tenging er nauðsynleg milli landsbyggðanna og höfuðborgarinnar. En það liggur fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verður þar sem hann er þangað til jafngóður eða betri kostur finnst. Og við það samkomulag á að standa,“ segir Albertína Elíasdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Borgarstjórn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24