Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2020 23:33 Albertína Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Stöð 2/Einar Árnason. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örri þróun í smíði rafmagnsflugvéla var lýst í fréttum okkar í gærkvöldi en þar spáði Friðrik Pálsson því að Íslendingar yrðu farnir að fljúga á rafmagni innan sjö til átta ára. „Ég held að það sé virkilega raunhæfur kostur að við séum að sjá, sérstaklega þessar styttri leiðir, bara rafvæddar á þeim tíma,“ segir Albertína, sem er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Magni X flaug í fyrsta sinn á rafmagnshreyfli fyrir hálfum mánuði í Bandaríkjunum og varð þar með stærsta rafmagnsflugvél heims. Þetta er í raun breytt vél af gerðinni Cessna Grand Caravan og tekur níu farþega.Mynd/Magni X. Albertína er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. Þar er lagt til að rannsóknir og undirbúningur rafvæðingar flugsins fari strax inn á samgönguáætlun. Hún segir Íslendinga ekki mega sitja eftir þegar aðrar Norðurlandaþjóðir séu að marka slíka stefnu. „Nordic Innovation, sem er undir Norðurlandaráði, er að vinna að þessu statt og stöðugt bara núna,“ segir Albertína en í greinargerð tillögunnar kemur fram að stofnunin hafi styrkt sameiginlegt verkefni systurstofnana Isavia; Swedavia, Finavia og Avinor, til þess að þróa staðla fyrir rafmagnsflugvélar. Þannig stefni Norðurlöndin að því að verða í forystu á þessu sviði. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir að því að þessi 19 sæta vél verði farin að fljúga með farþega eftir 5 ár. Henni er ætlað að þjóna áfangastöðum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Loftlínan milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar, lengstu áætlunarleiðarinnar á Íslandi, er 380 kílómetrar.Mynd/Heart Aerospace. Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu, að mati Albertínu, og leggja sitt af mörkum til þess að rafvæða flugið. Hún segir þarna gríðarleg tækifæri. „Þá erum við að tala um að nota innlenda orkugjafa til þess að keyra flugið, - að ég tali ekki um að lækka kolefnisfótsporið af fluginu. En flugið er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir bæði höfuðborg og landsbyggðina,“ segir hún. Athygli vekur að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli flytja málið, þess flokks sem leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli. En er rafvæðing flugsins ekki rök fyrir því að halda flugvellinum? „Nei, þetta kemur flugvellinum í rauninni ekkert við. Við þurfum að rafvæða flugið hvort sem flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar. Hins vegar varðandi Reykjavíkurflugvöll þá er náttúrlega alveg ljóst að góð tenging er nauðsynleg milli landsbyggðanna og höfuðborgarinnar. En það liggur fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verður þar sem hann er þangað til jafngóður eða betri kostur finnst. Og við það samkomulag á að standa,“ segir Albertína Elíasdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Borgarstjórn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örri þróun í smíði rafmagnsflugvéla var lýst í fréttum okkar í gærkvöldi en þar spáði Friðrik Pálsson því að Íslendingar yrðu farnir að fljúga á rafmagni innan sjö til átta ára. „Ég held að það sé virkilega raunhæfur kostur að við séum að sjá, sérstaklega þessar styttri leiðir, bara rafvæddar á þeim tíma,“ segir Albertína, sem er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Magni X flaug í fyrsta sinn á rafmagnshreyfli fyrir hálfum mánuði í Bandaríkjunum og varð þar með stærsta rafmagnsflugvél heims. Þetta er í raun breytt vél af gerðinni Cessna Grand Caravan og tekur níu farþega.Mynd/Magni X. Albertína er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. Þar er lagt til að rannsóknir og undirbúningur rafvæðingar flugsins fari strax inn á samgönguáætlun. Hún segir Íslendinga ekki mega sitja eftir þegar aðrar Norðurlandaþjóðir séu að marka slíka stefnu. „Nordic Innovation, sem er undir Norðurlandaráði, er að vinna að þessu statt og stöðugt bara núna,“ segir Albertína en í greinargerð tillögunnar kemur fram að stofnunin hafi styrkt sameiginlegt verkefni systurstofnana Isavia; Swedavia, Finavia og Avinor, til þess að þróa staðla fyrir rafmagnsflugvélar. Þannig stefni Norðurlöndin að því að verða í forystu á þessu sviði. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir að því að þessi 19 sæta vél verði farin að fljúga með farþega eftir 5 ár. Henni er ætlað að þjóna áfangastöðum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Loftlínan milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar, lengstu áætlunarleiðarinnar á Íslandi, er 380 kílómetrar.Mynd/Heart Aerospace. Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu, að mati Albertínu, og leggja sitt af mörkum til þess að rafvæða flugið. Hún segir þarna gríðarleg tækifæri. „Þá erum við að tala um að nota innlenda orkugjafa til þess að keyra flugið, - að ég tali ekki um að lækka kolefnisfótsporið af fluginu. En flugið er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir bæði höfuðborg og landsbyggðina,“ segir hún. Athygli vekur að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli flytja málið, þess flokks sem leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli. En er rafvæðing flugsins ekki rök fyrir því að halda flugvellinum? „Nei, þetta kemur flugvellinum í rauninni ekkert við. Við þurfum að rafvæða flugið hvort sem flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar. Hins vegar varðandi Reykjavíkurflugvöll þá er náttúrlega alveg ljóst að góð tenging er nauðsynleg milli landsbyggðanna og höfuðborgarinnar. En það liggur fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verður þar sem hann er þangað til jafngóður eða betri kostur finnst. Og við það samkomulag á að standa,“ segir Albertína Elíasdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Borgarstjórn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24