Segir titilvonir Stjörnunnar byggðar á sandi: „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þá að Íslandsmeisturum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 14:30 Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson þjálfa Stjörnuna saman. vísir/sigurjón Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. Titilvonir Stjörnunnar voru til umræðu í Pepsi Max-upphitunarþætti sem var á dagskrá í gær en farið var yfir lið Stjörnunnar, Vals og Víkings í þættinum sem var fjórði og síðasti litli upphitunarþáttur fyrir mótið. Á föstudagskvöldið verður svo birt spá Pepsi Max-markanna. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti í karlaflokki árið 2014 og þeir ná ekki titil númer tvö í hús í haust ef marka má spá Atla Viðars og Tómasar Inga. „Stutta svarið mitt er nei,“ sagði Tómas Ingi og Atli Viðar tók í sama streng. „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þetta Stjörnulið að Íslandsmeisturum. Mér finnst vanta alltof mikið í þetta,“ en Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfa liðið saman. „Ég myndi segja að það vanti tvo alvöru leikmenn inn á miðjuna. Það vantar einhvern til að stýra traffíkinni og ef að þeir ætla að vera með Hilmar Árna í holunni þá vantar einn alvöru kantara. Ef þeir færa hann aftur út þá vantar einhvern í holuna sem getur skilað hlutverki þar. Inn á miðjuna vantar meiri gæði.“ Atli Viðar bar liðið í dag við liðið 2014 og segir hann að það myndu ekki margir núverandi leikmenn Stjörnunnar komast í það lið, sem fór taplaust í gegnum deildarkeppnina. „Ef að maður ber þetta lið til dæmis saman við 2014 liðið þeirra þá eru ekkert rosalega margir sem yrðu í einhverju hluti í 2014 liðinu til dæmis. Ég hugsa að maður myndi koma Hilmari Árna þarna fyrir og svo held ég að Alex Þór myndi vera á miðjunni en í 2014 liðinu voru Daníel Laxdal og Rauschenberg, sem voru þá betri en þeir eru í dag. Ég er ekki viss um að það kæmust margir þarna inn.“ „Ég skil ekki alveg hvað þeir eru að tala sig upp. Ég hef heyrt Rúnar segja þetta og svo reyndustu leikmennina, Guðjón Baldvinsson og Halldór Orra, tala um að þeir verði Íslandsmeistarar í haust. Mér finnst þetta bara byggt á sandi, byggt á engu,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Verður Stjarnan í titilbaráttu? Stjarnan Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. Titilvonir Stjörnunnar voru til umræðu í Pepsi Max-upphitunarþætti sem var á dagskrá í gær en farið var yfir lið Stjörnunnar, Vals og Víkings í þættinum sem var fjórði og síðasti litli upphitunarþáttur fyrir mótið. Á föstudagskvöldið verður svo birt spá Pepsi Max-markanna. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti í karlaflokki árið 2014 og þeir ná ekki titil númer tvö í hús í haust ef marka má spá Atla Viðars og Tómasar Inga. „Stutta svarið mitt er nei,“ sagði Tómas Ingi og Atli Viðar tók í sama streng. „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þetta Stjörnulið að Íslandsmeisturum. Mér finnst vanta alltof mikið í þetta,“ en Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfa liðið saman. „Ég myndi segja að það vanti tvo alvöru leikmenn inn á miðjuna. Það vantar einhvern til að stýra traffíkinni og ef að þeir ætla að vera með Hilmar Árna í holunni þá vantar einn alvöru kantara. Ef þeir færa hann aftur út þá vantar einhvern í holuna sem getur skilað hlutverki þar. Inn á miðjuna vantar meiri gæði.“ Atli Viðar bar liðið í dag við liðið 2014 og segir hann að það myndu ekki margir núverandi leikmenn Stjörnunnar komast í það lið, sem fór taplaust í gegnum deildarkeppnina. „Ef að maður ber þetta lið til dæmis saman við 2014 liðið þeirra þá eru ekkert rosalega margir sem yrðu í einhverju hluti í 2014 liðinu til dæmis. Ég hugsa að maður myndi koma Hilmari Árna þarna fyrir og svo held ég að Alex Þór myndi vera á miðjunni en í 2014 liðinu voru Daníel Laxdal og Rauschenberg, sem voru þá betri en þeir eru í dag. Ég er ekki viss um að það kæmust margir þarna inn.“ „Ég skil ekki alveg hvað þeir eru að tala sig upp. Ég hef heyrt Rúnar segja þetta og svo reyndustu leikmennina, Guðjón Baldvinsson og Halldór Orra, tala um að þeir verði Íslandsmeistarar í haust. Mér finnst þetta bara byggt á sandi, byggt á engu,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Verður Stjarnan í titilbaráttu?
Stjarnan Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn