Segir að Óli Jó og Rúnar Páll séu ekki sammála: „Heyri að annar segi hægri og hinn vinstri“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2020 09:30 Úr umræðuþættinum á miðvikudagskvöldið var. vísir/s2s Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur þjálfað undanfarin sex tímabil. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. Stjarnan var til umræðu í fjórða og síðasta miðvikudagskvöld-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna en í kvöld verður blásið til veislu þar sem spá Pepsi Max-markanna verður kunngjört. Ólafur hætti með Val eftir síðustu leiktíð og var á leið í fótboltafrí en í nóvember var nokkuð óvænt tilkynnt að hann kæmi inn við hlið Rúnars Páls hjá Stjörnunni. „Mér fannst þetta brjálæðislega vitlaust. Alveg út í hött,“ sagði Tómas Ingi um sín fyrstu viðbrögð við ráðningunni. „En þegar ég fór að tala við menn og annan, að þetta hafi komið frá þjálfaranum sjálfum, að vilja styrkja sjálfan sig og liðið með að fá annan reynslubolta inn í þetta, þá horfir þetta pínu öðruvísi við manni.“ Atli Viðar Björnsson sagði að orðið á götunni sé að þeir séu ekkert endilega alltaf sammála um hvernig eigi að gera hlutina. „Hann (Rúnar) hefur verið með öfluga aðstoðarmenn en hann hefur aldrei farið þessa leið. Reyndar hefur ekki nokkur maður farið þessa leið, að taka bara stærsta gæjann inn við hliðina á sér, en þetta er hans frumkvæði og hans vilji. Hann telur að Stjörnunni og liðinu sé best borgið með þessu.“ „Ég sagði hérna einhvern tímann í vetur að ég héldi að hann væri að vera bakka og Óli hlyti að vera í brúnni en maður heyrir að annar sé að segja hægri og hinn vinstri og að þeir séu að hræra í öllum. Ég held að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að þróast og koma í ljós.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Rúnar og Óla Jó Pepsi Max-deild karla Stjarnan Pepsi Max-mörkin Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni sem hefur þjálfað undanfarin sex tímabil. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst. Stjarnan var til umræðu í fjórða og síðasta miðvikudagskvöld-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna en í kvöld verður blásið til veislu þar sem spá Pepsi Max-markanna verður kunngjört. Ólafur hætti með Val eftir síðustu leiktíð og var á leið í fótboltafrí en í nóvember var nokkuð óvænt tilkynnt að hann kæmi inn við hlið Rúnars Páls hjá Stjörnunni. „Mér fannst þetta brjálæðislega vitlaust. Alveg út í hött,“ sagði Tómas Ingi um sín fyrstu viðbrögð við ráðningunni. „En þegar ég fór að tala við menn og annan, að þetta hafi komið frá þjálfaranum sjálfum, að vilja styrkja sjálfan sig og liðið með að fá annan reynslubolta inn í þetta, þá horfir þetta pínu öðruvísi við manni.“ Atli Viðar Björnsson sagði að orðið á götunni sé að þeir séu ekkert endilega alltaf sammála um hvernig eigi að gera hlutina. „Hann (Rúnar) hefur verið með öfluga aðstoðarmenn en hann hefur aldrei farið þessa leið. Reyndar hefur ekki nokkur maður farið þessa leið, að taka bara stærsta gæjann inn við hliðina á sér, en þetta er hans frumkvæði og hans vilji. Hann telur að Stjörnunni og liðinu sé best borgið með þessu.“ „Ég sagði hérna einhvern tímann í vetur að ég héldi að hann væri að vera bakka og Óli hlyti að vera í brúnni en maður heyrir að annar sé að segja hægri og hinn vinstri og að þeir séu að hræra í öllum. Ég held að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að þróast og koma í ljós.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Rúnar og Óla Jó
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Pepsi Max-mörkin Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira