Í nýrri herferð Samgöngustofu má sjá nokkrar auglýsingar sem sýna þekkta Íslendinga í sérstökum aðstæðum. Herferðin gengur út á það að sýna hversu auðvelt það er að spenna beltin.
Nýjar tölur benda til þess að allt að tuttugu prósent af Íslendingum séu hætt að spenna beltin.
Í fyrstu auglýsingunni má sjá Gunnar Nelson. Gunnar fer á klósettið eftir erfiða æfingu og gleymir mjög mikilvægum hlut, að opna klósettsetuna.
Hér að neðan má sjá myndbandið.