Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2020 14:14 Bæjarstarfsmaður þrífur styttu af Piet Hein í Rotterdam eftir að mótmælendur skrifuðu „morðingi“ og „þjófur“ á hana. AP/Peter Dejong Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu. Togstreita þessi snýr að styttum af hershöfðingjum Suðurríkjanna og annarra manna sem þykja umdeildir og hafa deilurnar teygt anga sína um heim allan þar sem mikil umræða á sér stað. Mótmælendur hafa rifið niður þó nokkrar styttur af leiðtogum Suðurríkjanna og hefur verið farið fram á að fleiri verði fjarlægðar af opinberum vettvangi hið snarasta. Á miðvikudaginn ákvað bæjarstjórn Portsmouth í Virginíu að fresta ákvörðun um að fjarlægja minnisvarða um Suðurríkin . Mótmælendur gripu þá til sinna ráða og rifu fjórar styttur niður sjálfir. Einn slasaðist alvarlega þegar hluti úr styttu féll á hann. Á meðan einhverjir fögnuðu mótmælendunum voru aðrir sem skömmuðustu út í þá og segja stytturnar hluta af sögu Bandaríkjanna. Einn viðmælandi Washington Post, sem hefur til að mynda skrifað bækur um að borgarastyrjöldin hafi ekki verið háð vegna þrælkunar, sem er rangt, sagði stytturnar hafa verið settar upp af ekkjum fallinna hermanna. Langflestar styttur af leiðtogum og hermönnum Suðurríkjanna voru settar upp áratugum eftir að stríðinu lauk. Þegar Suðurríkin voru mörg hver að setja ströng lög um aðskilnað kynþátta og á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina þegar ýmsir sagnfræðingar og aðrir reyndu að endurskrifa söguna varðandi borgarastríðið og sögðu það hafa verið háð til að verja ákvörðunarrétt einstakra ríkja. Eins og segir í umfjöllun Washington Post, þá var þessum styttum ætlað að senda skilaboð til þeldökkra íbúa Suðurríkjanna. Alþjóðahreyfing Þó þessar deilur séu ekki nýjar af nálinni í Bandaríkjunum er útlit fyrir að þær hafi dreifst víða um heim. Umræður um minnisvarða um umdeilda menn hafa kviknað aftur í ríkum eins og Bretlandi, Mexíkó, Kongó, Nýja-Sjálandi og mun víðar. Umræðan snýr að mestu að gömlum nýlenduherrum Evrópu. Síðastliðinn sunnudag var stytta af þrælasalanum Edward Colston rifin niður og hefnt í höfn borgarinnar Bristol í Bretlandi. Hún var tekin upp úr höfninni í nótt og stendur til að koma henni fyrir á safni. Svipað er upp á teningnum víða um heim. Í Belgíu hafa skemmdir til að mynda verið unnar á styttum á Leopold II, konungi Belgíu. Sá kom verulega illa fram við íbúa Kongó á öldum áður og þvingaði fjölda þeirra til að vinna, meðal annars í námum, um árabil. Sérfræðingar segja mögulegt að þrælahald Belga í Kongó hafi leitt allt að tíu milljónir manna til dauða. Í bænum Hamilton í Nýja-Sjálandi hafa mótmælendur krafist þess að stytta af breska flotaforingjanum John Hamilton, sem bærinn er nefndur í höfuðið á, yrði fjarlægð. Hamilton þessi leiddi breska hermenn gegn innfæddum þar í landi og er sagður hafa framið hin ýmsu ódæði gegn þeim. Leiðtogi innfæddra hótaði því í gær að ef styttan yrði ekki tekin niður, myndi hann rífa hana sjálfur. Reuters fréttaveitan hefur eftir borgarstjóra Hamilton að ljóst væri að sífellt fleiri væru andvígir því að hafa styttuna upp. „Á tíma þegar við erum að byggja upp umburðarlyndi og skilning meðal mismunandi menningarhópa í samfélaginu, held ég að þessi stytta muni ekki hjálpa til við að brúa bilið,“ sagði Paula Southgate. Dauði George Floyd Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. 11. júní 2020 09:03 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu. Togstreita þessi snýr að styttum af hershöfðingjum Suðurríkjanna og annarra manna sem þykja umdeildir og hafa deilurnar teygt anga sína um heim allan þar sem mikil umræða á sér stað. Mótmælendur hafa rifið niður þó nokkrar styttur af leiðtogum Suðurríkjanna og hefur verið farið fram á að fleiri verði fjarlægðar af opinberum vettvangi hið snarasta. Á miðvikudaginn ákvað bæjarstjórn Portsmouth í Virginíu að fresta ákvörðun um að fjarlægja minnisvarða um Suðurríkin . Mótmælendur gripu þá til sinna ráða og rifu fjórar styttur niður sjálfir. Einn slasaðist alvarlega þegar hluti úr styttu féll á hann. Á meðan einhverjir fögnuðu mótmælendunum voru aðrir sem skömmuðustu út í þá og segja stytturnar hluta af sögu Bandaríkjanna. Einn viðmælandi Washington Post, sem hefur til að mynda skrifað bækur um að borgarastyrjöldin hafi ekki verið háð vegna þrælkunar, sem er rangt, sagði stytturnar hafa verið settar upp af ekkjum fallinna hermanna. Langflestar styttur af leiðtogum og hermönnum Suðurríkjanna voru settar upp áratugum eftir að stríðinu lauk. Þegar Suðurríkin voru mörg hver að setja ströng lög um aðskilnað kynþátta og á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina þegar ýmsir sagnfræðingar og aðrir reyndu að endurskrifa söguna varðandi borgarastríðið og sögðu það hafa verið háð til að verja ákvörðunarrétt einstakra ríkja. Eins og segir í umfjöllun Washington Post, þá var þessum styttum ætlað að senda skilaboð til þeldökkra íbúa Suðurríkjanna. Alþjóðahreyfing Þó þessar deilur séu ekki nýjar af nálinni í Bandaríkjunum er útlit fyrir að þær hafi dreifst víða um heim. Umræður um minnisvarða um umdeilda menn hafa kviknað aftur í ríkum eins og Bretlandi, Mexíkó, Kongó, Nýja-Sjálandi og mun víðar. Umræðan snýr að mestu að gömlum nýlenduherrum Evrópu. Síðastliðinn sunnudag var stytta af þrælasalanum Edward Colston rifin niður og hefnt í höfn borgarinnar Bristol í Bretlandi. Hún var tekin upp úr höfninni í nótt og stendur til að koma henni fyrir á safni. Svipað er upp á teningnum víða um heim. Í Belgíu hafa skemmdir til að mynda verið unnar á styttum á Leopold II, konungi Belgíu. Sá kom verulega illa fram við íbúa Kongó á öldum áður og þvingaði fjölda þeirra til að vinna, meðal annars í námum, um árabil. Sérfræðingar segja mögulegt að þrælahald Belga í Kongó hafi leitt allt að tíu milljónir manna til dauða. Í bænum Hamilton í Nýja-Sjálandi hafa mótmælendur krafist þess að stytta af breska flotaforingjanum John Hamilton, sem bærinn er nefndur í höfuðið á, yrði fjarlægð. Hamilton þessi leiddi breska hermenn gegn innfæddum þar í landi og er sagður hafa framið hin ýmsu ódæði gegn þeim. Leiðtogi innfæddra hótaði því í gær að ef styttan yrði ekki tekin niður, myndi hann rífa hana sjálfur. Reuters fréttaveitan hefur eftir borgarstjóra Hamilton að ljóst væri að sífellt fleiri væru andvígir því að hafa styttuna upp. „Á tíma þegar við erum að byggja upp umburðarlyndi og skilning meðal mismunandi menningarhópa í samfélaginu, held ég að þessi stytta muni ekki hjálpa til við að brúa bilið,“ sagði Paula Southgate.
Dauði George Floyd Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. 11. júní 2020 09:03 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. 11. júní 2020 09:03
Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45