Rafrettur að brenna út? Tómas Guðbjartsson skrifar 12. júní 2020 17:14 Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú. Á sama tíma hafa reykingar unglinga og fullorðinna dregist saman en aðeins 6% fulllorðinna Íslendinga reykja daglega - sem er sennilega heimsmet. Það er ljóst að aukin fræðsla um skaðsemi rafrettna er að skila sér, ekki síst í kjölfar faraldurs af bráðum lungnaskaða (ARDS) í Bandaríkunum á sl. ári. Einnig spannst þörf umræða í kringum íslensk tilfelli þar sem ungir einstaklingar fengu rof á lunga eftir rafrettunotkun. Sennilega hafa foreldrar því brýnt betur fyrir börnum sínum að láta veipið vera, eins og þeir hafa greinilega gert með sígarettur og áfengi. Þessi frábæru tíðindi slá á þá mítu að rafrettur og veip séu forsenda þess að lækka tíðni reykinga - kenning sem ekki heldur vatni enda hefur lækkun á tíðni reykinga haldist í hendur við minni notkun rafrettna. Veip er vissulega skárra en sígarettur og getur hjálpað sumum einstaklingum að hætta reykingum .Það er þó engan vegin eina leiðin til að ná reykleysi og má t.d. nefna nikótínplástur, neðúða og tyggjó. Rafrettur og veip eru heldur engin saklaus neysluvara, en því miður hefur markaðssetning aðallega beinst að börnum og unglingum, og fyrirtækin þannig reynt að tryggja sér bissness upprennandi nikótínfíkla ævilangt. Rafrettur hafa verið faraldur hér á landi, ekki síst hjá unglingum og menntaskólanemum, og mikilvægt að ná að snúa þeirri þróun við sem snarast. Rannsoknir og greining Nú er brýnt að setja strangari reglugerðir um bragðefni í rafrettuvökva, fækka sölustöðum og takmarka þannig enn frekar aðgengi barna og unglinga að rafrettum. Þannig getum við náð rafrettunotkun unglinga niður í reykingatölur - sem í dag eru vart mælanlegar. Einnig verður að tryggja að settar verði skýrar reglur um sölu nikótínpúða og munntóbaks. Á Íslandi höfum við náð frábærum árangri í tóbaksvörnum og ég er sannfærður um að sú aðferðafræði sem beitt hefur verið hérlendis muni vekja athygli erlendis, líkt og góður árangur okkar í Covid-19 faraldrinum. Fækkun reykingatengdra sjúkdóma mun spara íslensku heilbrigðiskerfi tugi milljarða á næstu áratugum en enn þyngra vega öll þau mannslíf sem bjargað verður með þessum markvissu aðgerðum. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú. Á sama tíma hafa reykingar unglinga og fullorðinna dregist saman en aðeins 6% fulllorðinna Íslendinga reykja daglega - sem er sennilega heimsmet. Það er ljóst að aukin fræðsla um skaðsemi rafrettna er að skila sér, ekki síst í kjölfar faraldurs af bráðum lungnaskaða (ARDS) í Bandaríkunum á sl. ári. Einnig spannst þörf umræða í kringum íslensk tilfelli þar sem ungir einstaklingar fengu rof á lunga eftir rafrettunotkun. Sennilega hafa foreldrar því brýnt betur fyrir börnum sínum að láta veipið vera, eins og þeir hafa greinilega gert með sígarettur og áfengi. Þessi frábæru tíðindi slá á þá mítu að rafrettur og veip séu forsenda þess að lækka tíðni reykinga - kenning sem ekki heldur vatni enda hefur lækkun á tíðni reykinga haldist í hendur við minni notkun rafrettna. Veip er vissulega skárra en sígarettur og getur hjálpað sumum einstaklingum að hætta reykingum .Það er þó engan vegin eina leiðin til að ná reykleysi og má t.d. nefna nikótínplástur, neðúða og tyggjó. Rafrettur og veip eru heldur engin saklaus neysluvara, en því miður hefur markaðssetning aðallega beinst að börnum og unglingum, og fyrirtækin þannig reynt að tryggja sér bissness upprennandi nikótínfíkla ævilangt. Rafrettur hafa verið faraldur hér á landi, ekki síst hjá unglingum og menntaskólanemum, og mikilvægt að ná að snúa þeirri þróun við sem snarast. Rannsoknir og greining Nú er brýnt að setja strangari reglugerðir um bragðefni í rafrettuvökva, fækka sölustöðum og takmarka þannig enn frekar aðgengi barna og unglinga að rafrettum. Þannig getum við náð rafrettunotkun unglinga niður í reykingatölur - sem í dag eru vart mælanlegar. Einnig verður að tryggja að settar verði skýrar reglur um sölu nikótínpúða og munntóbaks. Á Íslandi höfum við náð frábærum árangri í tóbaksvörnum og ég er sannfærður um að sú aðferðafræði sem beitt hefur verið hérlendis muni vekja athygli erlendis, líkt og góður árangur okkar í Covid-19 faraldrinum. Fækkun reykingatengdra sjúkdóma mun spara íslensku heilbrigðiskerfi tugi milljarða á næstu áratugum en enn þyngra vega öll þau mannslíf sem bjargað verður með þessum markvissu aðgerðum. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar