Langþreytt á því að fordómar séu réttlættir þegar þeir eru settir fram í gríni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2020 19:31 Díana Katrín Þorsteinsdóttir hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma á Íslandi. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Díana Katrín er 21 árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi og hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma hérlendis. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar2: Pabbi hennar er íslenskur og mamma hennar tælensk. Á tímabili vildi Díana ekki sjást með móður sinni á almannafæri af ótta við að verða fyrir aðkasti vegna uppruna. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Grínistarnir Pétur Jóhann og Björn Bragi hafa sætt gagnrýni vegna myndbands sem birtist á Instagram reikningi þess síðarnefnda - þar sem Pétur sýnir ákveðna leikræna tilburði. Aktívistar segja myndbandið veita innsýn í heim fordóma og kvenfyrirlitningar á Íslandi. „Ég veit um marga sem hafa lent í akkúrat þessu, þar sem fólk heldur að það sé í lagi að grínast,“ sagði Díana. Díana segir grín birtingarmynd fordóma í garð fólks af asískum uppruna. „Manneskja getur ekki ímyndað sé hvernig það er að vera í hópi, 50 manns saman og það stendur einhver upp og niðurlægir þig og það fara allir að hlæja,“ sagði Díana. Slík hæðni valdi mikilli vanlíðan og sé að hennar sögn svokallaður falinn rasismi. View this post on Instagram Hér er röddin mín og hún verður aldrei aftur þögguð niður. Tók mig langann tíma að byggja upp kjark til að tjá mig. Vona að þetta opni augun á fólki sem er með þau lokuð svo fast að þau trua ekki að rasismi lifir á íslandi A post shared by Di ana katri n (@dianakatriin) on Jun 9, 2020 at 3:36pm PDT Hún segir kynþáttafordóma birtast á ýmsa vegu. „Svart fólk upplifir mikinn og grimman hatur en fólk af asískum uppruna upplifir þetta grín þegar verið er að hæðast að því,“ sagði Díana. Í grunnskóla lenti Díana oft í því að krakkar gerðu grín að uppruna hennar. Þá bentu kennarar henni á að best væri að hlæja með, því um góðlátlegt grín væri að ræða. „Maður er ótrúlega særður yfir þessu en um leið og þú ætlar að vera alvarlegur með það þá ert þú skotinn niður þannig að maður reynir að aðlagast gríninu og hlærð í staðinn fyrir að búa til leiðinlegan móral,“ sagði Díana. Hún segir fordómana enn lifa í íslensku samfélagi. „Mér finnst þetta ekki hafa breyst neitt út af því að það er hægt að fela sig á bakvið grín,“ sagði Díana. Lengra viðtal má sjá hér að neðan. Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Díana Katrín er 21 árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi og hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma hérlendis. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar2: Pabbi hennar er íslenskur og mamma hennar tælensk. Á tímabili vildi Díana ekki sjást með móður sinni á almannafæri af ótta við að verða fyrir aðkasti vegna uppruna. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Grínistarnir Pétur Jóhann og Björn Bragi hafa sætt gagnrýni vegna myndbands sem birtist á Instagram reikningi þess síðarnefnda - þar sem Pétur sýnir ákveðna leikræna tilburði. Aktívistar segja myndbandið veita innsýn í heim fordóma og kvenfyrirlitningar á Íslandi. „Ég veit um marga sem hafa lent í akkúrat þessu, þar sem fólk heldur að það sé í lagi að grínast,“ sagði Díana. Díana segir grín birtingarmynd fordóma í garð fólks af asískum uppruna. „Manneskja getur ekki ímyndað sé hvernig það er að vera í hópi, 50 manns saman og það stendur einhver upp og niðurlægir þig og það fara allir að hlæja,“ sagði Díana. Slík hæðni valdi mikilli vanlíðan og sé að hennar sögn svokallaður falinn rasismi. View this post on Instagram Hér er röddin mín og hún verður aldrei aftur þögguð niður. Tók mig langann tíma að byggja upp kjark til að tjá mig. Vona að þetta opni augun á fólki sem er með þau lokuð svo fast að þau trua ekki að rasismi lifir á íslandi A post shared by Di ana katri n (@dianakatriin) on Jun 9, 2020 at 3:36pm PDT Hún segir kynþáttafordóma birtast á ýmsa vegu. „Svart fólk upplifir mikinn og grimman hatur en fólk af asískum uppruna upplifir þetta grín þegar verið er að hæðast að því,“ sagði Díana. Í grunnskóla lenti Díana oft í því að krakkar gerðu grín að uppruna hennar. Þá bentu kennarar henni á að best væri að hlæja með, því um góðlátlegt grín væri að ræða. „Maður er ótrúlega særður yfir þessu en um leið og þú ætlar að vera alvarlegur með það þá ert þú skotinn niður þannig að maður reynir að aðlagast gríninu og hlærð í staðinn fyrir að búa til leiðinlegan móral,“ sagði Díana. Hún segir fordómana enn lifa í íslensku samfélagi. „Mér finnst þetta ekki hafa breyst neitt út af því að það er hægt að fela sig á bakvið grín,“ sagði Díana. Lengra viðtal má sjá hér að neðan.
Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira