Brasilía tekur fram úr Bretlandi í Covid-dauðsföllum Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2020 23:17 Bolsonaro forseti hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum. Í gær hvatti hann stuðningsmenn til njósna á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa. Vísir/EPA Tæplega 42.000 manns hafa nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum í Brasilíu sem fór þannig fram úr Bretlandi í fjölda dauðsfalla vegna Covid-19. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa. Þrátt fyrir þetta segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að brasilíska heilbrigðiskerfið anni álaginu miðað við þau gögn sem hún hefur undir höndum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á fáum svæðum sé meiri en 80% nýting á gjörgæslurými. Alls hafa nú tæplega 829.000 manns smitast af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Brasilíu og 41.828 látist. Um 1.200 manns hafa látist á dag frá því á þriðjudag en engu að síður er byrjað að slaka á sóttvarnaaðgerðum víða um landið. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá 909 nýjum dauðsföllum í dag. Jair Bolsonaro, forseti, hefur grafið undan aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar og gert lítið úr alvarleika faraldursins. Í gær hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að lauma sér inn á sjúkrahús landsins og taka myndir til að ganga úr skugga um hvort að verið sé að nýta gjörgæslurými. Myndirnar ættu þeir að senda lögreglunni og leyniþjónustunni til rannsóknar. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Ríkisstjórn Bolsonaro skipað að birta tölfræði um faraldurinn Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. 9. júní 2020 18:29 Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Tæplega 42.000 manns hafa nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum í Brasilíu sem fór þannig fram úr Bretlandi í fjölda dauðsfalla vegna Covid-19. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa. Þrátt fyrir þetta segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að brasilíska heilbrigðiskerfið anni álaginu miðað við þau gögn sem hún hefur undir höndum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á fáum svæðum sé meiri en 80% nýting á gjörgæslurými. Alls hafa nú tæplega 829.000 manns smitast af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Brasilíu og 41.828 látist. Um 1.200 manns hafa látist á dag frá því á þriðjudag en engu að síður er byrjað að slaka á sóttvarnaaðgerðum víða um landið. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá 909 nýjum dauðsföllum í dag. Jair Bolsonaro, forseti, hefur grafið undan aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar og gert lítið úr alvarleika faraldursins. Í gær hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að lauma sér inn á sjúkrahús landsins og taka myndir til að ganga úr skugga um hvort að verið sé að nýta gjörgæslurými. Myndirnar ættu þeir að senda lögreglunni og leyniþjónustunni til rannsóknar.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Ríkisstjórn Bolsonaro skipað að birta tölfræði um faraldurinn Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. 9. júní 2020 18:29 Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33
Ríkisstjórn Bolsonaro skipað að birta tölfræði um faraldurinn Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. 9. júní 2020 18:29
Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent