Lið Birkis Bjarna í mál við Balotelli og umboðsmann hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 11:30 Balotelli, sem bar fyrirliðaband Brescia fyrr á þessu ári, virðist ekki eiga framtíð hjá félaginu. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Brescia, lið Birkis Bjarnasonar í ítölsku úrvalsdeildinni, ætlar að höfða mál gegn ítalska framherjanum Mario Balotelli og umboðsmanni hans Mino Raiola vegna lyga þess síðarnefnda. Raiola ku hafa logið því að Brescia hafi hreinlega neitað að skima fyrir kórónuveirunni hjá Balotelli. Sagði hann í vikunni að félagið væri að mismuna leikmanninum þar sem allir aðrir leikmenn Brescia hefðu verið skimaðir. Þá birti Balotelli færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann sagði slíkt hið sama og Raiola. Félagið vísar þessum ásökunum á bug og segist ætla í mál við bæði leikmanninn sem og umboðsmann hans. Í yfirlýsingu Brescia segir að félagið hafi skipað lögfræðingum sínum að skoða málið og það muni taka hart á þessum fölsku ásökunum. Þá kemur einnig fram að Brescia hafi ráðið sérfræðing til að skima alla sem tengda eru félaginu og því eigi þessar ásakanir ekki við nein rök að styðjast. Balotelli lenti upp á kant við forsvarsmenn Brescia í síðustu viku þegar hann var ekki með gilt læknisvottorð en allir leikmenn ítölsku úrvalsdeildarinnar þurfa að mæta með læknisvottorð á æfingar og í leiki. Birkir ræddi Balotelli í viðtali við The Athletic nýlega þar sem hann fór yfir ferilinn, árangur Íslands og tímann hjá Aston Villa í ensku B-deildinni. „Það vita allir að hann er létt klikkaður en hann er góður gaur, það hefur verið gaman að spila með honum,“ sagði Birkir um Balotelli en svo virðist sem þeir munu ekki spila meira saman í náinni framtíð. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30 Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00 Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Brescia, lið Birkis Bjarnasonar í ítölsku úrvalsdeildinni, ætlar að höfða mál gegn ítalska framherjanum Mario Balotelli og umboðsmanni hans Mino Raiola vegna lyga þess síðarnefnda. Raiola ku hafa logið því að Brescia hafi hreinlega neitað að skima fyrir kórónuveirunni hjá Balotelli. Sagði hann í vikunni að félagið væri að mismuna leikmanninum þar sem allir aðrir leikmenn Brescia hefðu verið skimaðir. Þá birti Balotelli færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann sagði slíkt hið sama og Raiola. Félagið vísar þessum ásökunum á bug og segist ætla í mál við bæði leikmanninn sem og umboðsmann hans. Í yfirlýsingu Brescia segir að félagið hafi skipað lögfræðingum sínum að skoða málið og það muni taka hart á þessum fölsku ásökunum. Þá kemur einnig fram að Brescia hafi ráðið sérfræðing til að skima alla sem tengda eru félaginu og því eigi þessar ásakanir ekki við nein rök að styðjast. Balotelli lenti upp á kant við forsvarsmenn Brescia í síðustu viku þegar hann var ekki með gilt læknisvottorð en allir leikmenn ítölsku úrvalsdeildarinnar þurfa að mæta með læknisvottorð á æfingar og í leiki. Birkir ræddi Balotelli í viðtali við The Athletic nýlega þar sem hann fór yfir ferilinn, árangur Íslands og tímann hjá Aston Villa í ensku B-deildinni. „Það vita allir að hann er létt klikkaður en hann er góður gaur, það hefur verið gaman að spila með honum,“ sagði Birkir um Balotelli en svo virðist sem þeir munu ekki spila meira saman í náinni framtíð.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30 Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00 Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30
Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00
Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00