Viðskipti innlent

Heimila hunda í Kringlunni á sunnu­dögum

Atli Ísleifsson skrifar
Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á.
Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á. Vísir/Vilhelm/Getty

Gestum Kringlunnar í Reykjavík verður framvegis heimilt að taka með sér smáhunda í verslunarmiðstöðina á sunnudögum. Þetta kemur fram á heimasíðu Kringlunnar.

Þar segir að Kringlan hafi fengið leyfi frá umhverfisráðuneytinu og heilbrigðiseftirliti borgarinnar vegna þessa.

Þar segir að stærri hundar verði ekki bannaðir en tilmælin séu vinsamleg.

„Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á. Skv reglugerðum eru hundar ekki leyfðir í matvöruverslanir, inn á snyrti - og læknastofur. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna þeim verslunum/ þjónustuaðilum skilning, sem ekki eru í stakk búin að leyfa hundaheimsóknir.

Tilraunaverkefnið hefst sunnudaginn 14.júní og eru hundar velkomnir með eigendum sínum. Þeir sem hyggjast koma með hunda í heimsókn eru vinsamlegast beðnir að kynna sér vel þær reglur og skilmála sem Kringlan setur fram,“ segir í tilkynningunni, en þar kemur fram að verkefnið verði í stöðugu endurmati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×