Ólafur: Vorum búnir að tala um að þetta gæti tekið tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2020 20:58 Líkt og í fyrra byrjuðu strákarnir hans Ólafs á að vinna HK í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar. vísir/daníel „Eins og er búið að minna okkur ansi oft á höfum við ekki riðið feitum hesti frá leikjum hér. Við vorum búnir að tala um að þetta gæti tekið tíma og það var raunin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á HK, 2-3, í Kórnum í kvöld. FH komst yfir á 19. mínútu með marki Stevens Lennon en Valgeir Valgeirsson jafnaði fyrir HK í uppbótartíma fyrri hálfleiks. „Auðvitað var fúlt að markið þeirra skyldi falla rétt fyrir hálfleik. Það var góður tími fyrir þá, vondur fyrir okkur. En við hreinsuðum það hratt úr kerfinu og áfram gakk,“ sagði Ólafur. Varamennirnir Daníel Hafsteinsson og Þórir Jóhann Helgason áttu góða innkomu í lið FH í seinni hálfleik og sá fyrrnefndi lagði upp annað mark liðsins fyrir Lennon á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar kom þriðja mark FH. „Þeir eru gríðarlega krafmiklir. Leikmyndin var eins og við gátum ímyndað okkur hún að yrði, að við þyrftum að setja ferska og kröftuga stráka inn á,“ sagði Ólafur. Í fyrsta sinn í fjögur ár var Atli Guðnason í byrjunarliði FH í 1. umferð. Ólafur skillti honum upp sem fremsta miðjumanni. „Atli var góður í holunni í fyrri hálfleik og lagði fyrsta markið frábærlega upp. Í upphafi seinni hálfleiks var ekki jafn mikið pláss fyrir hann og við duttum aðeins út úr leiknum. Þá var fínt að hafa fríska og unga menn til að sprengja þetta upp,“ sagði Ólafur. „Okkur tilgangur var að ná í þrjú stig og hvernig þau komu og hvernig það leit út skiptir bara engu máli. Í byrjun móts skiptir öllu að hala inn stig.“ Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - FH 2-3 | Lennon gerði gæfumuninn í Kórnum Steven Lennon skoraði tvö mörk og átti stóran þátt einu marki til viðbótar þegar FH lagði HK að velli í Kórnum, 2-3. 14. júní 2020 20:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Sjá meira
„Eins og er búið að minna okkur ansi oft á höfum við ekki riðið feitum hesti frá leikjum hér. Við vorum búnir að tala um að þetta gæti tekið tíma og það var raunin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á HK, 2-3, í Kórnum í kvöld. FH komst yfir á 19. mínútu með marki Stevens Lennon en Valgeir Valgeirsson jafnaði fyrir HK í uppbótartíma fyrri hálfleiks. „Auðvitað var fúlt að markið þeirra skyldi falla rétt fyrir hálfleik. Það var góður tími fyrir þá, vondur fyrir okkur. En við hreinsuðum það hratt úr kerfinu og áfram gakk,“ sagði Ólafur. Varamennirnir Daníel Hafsteinsson og Þórir Jóhann Helgason áttu góða innkomu í lið FH í seinni hálfleik og sá fyrrnefndi lagði upp annað mark liðsins fyrir Lennon á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar kom þriðja mark FH. „Þeir eru gríðarlega krafmiklir. Leikmyndin var eins og við gátum ímyndað okkur hún að yrði, að við þyrftum að setja ferska og kröftuga stráka inn á,“ sagði Ólafur. Í fyrsta sinn í fjögur ár var Atli Guðnason í byrjunarliði FH í 1. umferð. Ólafur skillti honum upp sem fremsta miðjumanni. „Atli var góður í holunni í fyrri hálfleik og lagði fyrsta markið frábærlega upp. Í upphafi seinni hálfleiks var ekki jafn mikið pláss fyrir hann og við duttum aðeins út úr leiknum. Þá var fínt að hafa fríska og unga menn til að sprengja þetta upp,“ sagði Ólafur. „Okkur tilgangur var að ná í þrjú stig og hvernig þau komu og hvernig það leit út skiptir bara engu máli. Í byrjun móts skiptir öllu að hala inn stig.“
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - FH 2-3 | Lennon gerði gæfumuninn í Kórnum Steven Lennon skoraði tvö mörk og átti stóran þátt einu marki til viðbótar þegar FH lagði HK að velli í Kórnum, 2-3. 14. júní 2020 20:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Sjá meira
Umfjöllun: HK - FH 2-3 | Lennon gerði gæfumuninn í Kórnum Steven Lennon skoraði tvö mörk og átti stóran þátt einu marki til viðbótar þegar FH lagði HK að velli í Kórnum, 2-3. 14. júní 2020 20:30