Frakkar létta verulega á takmörkunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. júní 2020 07:02 Macron tilkynnti frekari tilslakanir í sjónvarpsávarpi í gær. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti í gærkvöldi tilslakanir vegna kórónuveirufaraldursins sem hann segir þær mestu í Evrópu en í dag mega kaffihús og veitingastaðir í París opna auk þess sem ferðalög til annarra Evrópulanda verða leyfð. Frakkar höfðu áður opnað veitingahús í öðrum héröðum landsins en ekki í París, þar sem kórónuveiran var einna útbreiddust. Þá verður fólki einnig leyft að heimsækja ættingja á öldrunarheimilum en þar hefur veiran verið sérstaklega skæð. Í dag ætla Þjóðverjar, Belgar, Svisslendingar og Króatar einnig að opna landamæri sín að fullu fyrir gestum frá öðrum Evrópusambandslöndum og gilda þá engar reglur um sóttkví eða skimanir við komu til landanna. Frakkar hafa þó þann háttinn á að Bretar og Spánverjar sem hyggjast heimsækja landið þurfa að undirgangast tveggja vikna sóttkví. Macron tilkynnti jafnframt að sveitarstjórnarkosningar í Frakklandi muni fara fram þann 28. júní næstkomandi en fresta þurfti kosningunum í mars þegar átti að halda þær vegna faraldursins. Þó munu ýmsar takmarkanir vera á kjörstöðum til að tryggja að smithætta verði sem minnst. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja halda hreina loftinu og sporna gegn bílanotkun Kannanir úr 21 borg í sex Evrópuríkjum sýna þó hjól atvinnulífsins séu farin að snúast aftur vilji íbúar takmarka bílaumferð og koma í veg fyrir að hún nái sömu hæðum og áður. 11. júní 2020 13:55 Macron missir meirihlutann á þinginu Þingmenn sem hafa sagt sig úr þingflokki LREM, flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta, hafa tekið höndum saman og stofnað nýjan flokk á franska þinginu. 19. maí 2020 08:38 Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti í gærkvöldi tilslakanir vegna kórónuveirufaraldursins sem hann segir þær mestu í Evrópu en í dag mega kaffihús og veitingastaðir í París opna auk þess sem ferðalög til annarra Evrópulanda verða leyfð. Frakkar höfðu áður opnað veitingahús í öðrum héröðum landsins en ekki í París, þar sem kórónuveiran var einna útbreiddust. Þá verður fólki einnig leyft að heimsækja ættingja á öldrunarheimilum en þar hefur veiran verið sérstaklega skæð. Í dag ætla Þjóðverjar, Belgar, Svisslendingar og Króatar einnig að opna landamæri sín að fullu fyrir gestum frá öðrum Evrópusambandslöndum og gilda þá engar reglur um sóttkví eða skimanir við komu til landanna. Frakkar hafa þó þann háttinn á að Bretar og Spánverjar sem hyggjast heimsækja landið þurfa að undirgangast tveggja vikna sóttkví. Macron tilkynnti jafnframt að sveitarstjórnarkosningar í Frakklandi muni fara fram þann 28. júní næstkomandi en fresta þurfti kosningunum í mars þegar átti að halda þær vegna faraldursins. Þó munu ýmsar takmarkanir vera á kjörstöðum til að tryggja að smithætta verði sem minnst.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja halda hreina loftinu og sporna gegn bílanotkun Kannanir úr 21 borg í sex Evrópuríkjum sýna þó hjól atvinnulífsins séu farin að snúast aftur vilji íbúar takmarka bílaumferð og koma í veg fyrir að hún nái sömu hæðum og áður. 11. júní 2020 13:55 Macron missir meirihlutann á þinginu Þingmenn sem hafa sagt sig úr þingflokki LREM, flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta, hafa tekið höndum saman og stofnað nýjan flokk á franska þinginu. 19. maí 2020 08:38 Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Vilja halda hreina loftinu og sporna gegn bílanotkun Kannanir úr 21 borg í sex Evrópuríkjum sýna þó hjól atvinnulífsins séu farin að snúast aftur vilji íbúar takmarka bílaumferð og koma í veg fyrir að hún nái sömu hæðum og áður. 11. júní 2020 13:55
Macron missir meirihlutann á þinginu Þingmenn sem hafa sagt sig úr þingflokki LREM, flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta, hafa tekið höndum saman og stofnað nýjan flokk á franska þinginu. 19. maí 2020 08:38
Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41