Ert þú með eitthvað grænt í gangi? Jón Hannes Karlsson skrifar 15. júní 2020 10:00 Síðustu ár hafa bílaframleiðendur markvisst aukið framleiðslu á umhverfisvænni farartækjum og í dag er úrval rafmagns-, hybrid- og tengiltvinnbíla allt annað og meira en það var. Samhliða þessari hröðu þróun hefur fjöldi annarra umhverfisvænna farartækja sprottið fram og kolefnisspor bensín- og díselvéla minnkað. Fjölgun hleðslustöðva við heimili og vinnustaði er góð vísbending um hve hratt við Íslendingar höfum tileinkað okkur þessa nýju tækni. Hvort sem farartækið er rafmagnsbíll, rafmagnshjól, rafmagnshlaupahjól, tengiltvinnbíll eða annað rafknúið ökutæki er ekki ólíklegt að innan fárra ára verðum við flest með eitthvað „grænt í gangi“ og það eru góðar fréttir. Ekki eingöngu vegna sjálfbærnisjónarmiða heldur einnig fjárhagslegra. Við hjá Ergo viljum hvetja fólk til að taka þessa spennandi fararskjóta í notkun með því að bjóða græna fjármögnun vegna fjármögnunar á vistvænum bifreiðum, rafmagnshjólum og hleðslustöðvum á hagkvæmum kjörum. Við viljum auka hlutdeild grænnar fjármögnunar í lánasafni okkar og leggja þar með okkar að mörkum við að færast nær þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það er mat okkar að hagkvæm fjármögnun á vistvænum bifreiðum og rafmagnshjólum falli vel að þeirri stefnu Íslandsbanka að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Það væri ánægjulegt ef okkur Íslendingum bæri gæfa til þess að vera sjálfum okkur næg um orkuna í farartækjunum okkar og hefðum á sama tíma jákvæð áhrif á umhverfið. Fjölbreyttari kostir við fjármögnun umhverfisvænna farartækja og hagstæðari lánakjör hjálpa okkur vonandi við að stíga eitt skref til viðbótar í þá átt. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistvænir bílar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa bílaframleiðendur markvisst aukið framleiðslu á umhverfisvænni farartækjum og í dag er úrval rafmagns-, hybrid- og tengiltvinnbíla allt annað og meira en það var. Samhliða þessari hröðu þróun hefur fjöldi annarra umhverfisvænna farartækja sprottið fram og kolefnisspor bensín- og díselvéla minnkað. Fjölgun hleðslustöðva við heimili og vinnustaði er góð vísbending um hve hratt við Íslendingar höfum tileinkað okkur þessa nýju tækni. Hvort sem farartækið er rafmagnsbíll, rafmagnshjól, rafmagnshlaupahjól, tengiltvinnbíll eða annað rafknúið ökutæki er ekki ólíklegt að innan fárra ára verðum við flest með eitthvað „grænt í gangi“ og það eru góðar fréttir. Ekki eingöngu vegna sjálfbærnisjónarmiða heldur einnig fjárhagslegra. Við hjá Ergo viljum hvetja fólk til að taka þessa spennandi fararskjóta í notkun með því að bjóða græna fjármögnun vegna fjármögnunar á vistvænum bifreiðum, rafmagnshjólum og hleðslustöðvum á hagkvæmum kjörum. Við viljum auka hlutdeild grænnar fjármögnunar í lánasafni okkar og leggja þar með okkar að mörkum við að færast nær þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það er mat okkar að hagkvæm fjármögnun á vistvænum bifreiðum og rafmagnshjólum falli vel að þeirri stefnu Íslandsbanka að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Það væri ánægjulegt ef okkur Íslendingum bæri gæfa til þess að vera sjálfum okkur næg um orkuna í farartækjunum okkar og hefðum á sama tíma jákvæð áhrif á umhverfið. Fjölbreyttari kostir við fjármögnun umhverfisvænna farartækja og hagstæðari lánakjör hjálpa okkur vonandi við að stíga eitt skref til viðbótar í þá átt. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar