Ákváðu að stofna fjölskyldukaffihús í Laugardalnum í miðju kórónuveirukófi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:00 Kaffihúsið Dalur opnar formlega á morgun, þjóðhátíðardag Íslendinga. Dalur/Facebook Kaffihúsið Dalur verður opnað á þjóðhátíðardaginn en það er staðsett á fyrstu hæð farfuglaheimilisins við Sundlaugaveg í Reykjavík. Í kórónuveirukófinu tók starfsfólkið sig til og breytti fyrstu hæð hússins í kaffihús og hafa hlotið mikið lof frá íbúum Laugardalshverfisins. Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir að hugmyndin hafi lengið verið til staðar en aðstandendur farfuglaheimilisins hafi ákveðið að láta ríða á vaðið þegar landinu var lokað í byrjun mars. „Þetta er hugmynd sem við höfum verið með í maganum mjög lengi að opna hér fjölskyldukaffihús og við ákváðum að láta verða af því núna. Það var þrennt sem ýtti undir að við gerðum það: dásamleg staðsetning, nóg pláss og frábært starfsfólk.“ Það er stórt leiksvæði fyrir börn á kaffihúsinu, bæði inni og úti.Dalur Starfsfólk farfuglaheimilisins vann að því að koma kaffihúsinu á legg á meðan farfuglaheimilið var lokað. „Það hefur bara verið okkar verkefni núna að koma þessu upp,“ segir Þorsteinn. Á opnunardaginn, á morgun 17. júní, verður nóg um að vera. „Það verður nóg að gera fyrir krakkana, við erum með leikföng á staðnum bæði úti og inni og það verður lifandi tónlist á pallinum seinnipartinn og góð stemning.“ Hann segist hafa orðið var við góðar viðtökur í hverfinu. Margir hafi haft samband síðustu daga, sérstaklega fjölskyldufólk, sem hafi sagt að þetta hafi einmitt verið það sem vantaði í hverfið. „Við finnum að þetta er komið út um allt og við höfum fengið skilaboð, sérstaklega frá fjölskyldufólki um að þetta sé bara akkúrat það sem vantaði: fjölskylduvænt kaffihús með stóru og góðu, öruggu svæði úti og inni fyrir börnin til að leika.“ Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir áhersluna á kaffihúsinu vera á fjölskyldufólk.Dalur „Þessi lokun landsins gerði okkur auðvitað kleift að endurhugsa þetta svolítið og nýta betur það pláss sem við höfum. Svo það að hafa opinn bakgarð út í fallegan Laugardalinn, það eru náttúrulega alger forréttindi,“ segir Þorsteinn. Farfuglar reka einnig gistiheimili og kaffihús á Bankastræti sem ber nafnið Loft hostel. „Það má kannski segja að þetta sé systurkaffihús Loft. Loft sem er þessi víbrant viðburðarstaður fyrir ungt fólk en þetta verður systurkaffihús með áherslu á fjölskyldur.“ Innanstokksmunir eru langflestir notaðir.Dalur Á bak við kaffihúsið er stórt opið svæði sem leiðir út á tjaldsvæðið í Laugardalnum. „Úti á grasi sem snýr að Laugardalnum, ekki út að götu, þar verðum við með badminton-net, við erum með lítil fótboltamörk, við erum með krikket fyrir börnin, við verðum með kubb og alls konar fyrir krakkana að leika sér með á stóru svæði.“ Fjölskyldufólk er velkomið í Dal.Dalur Veitingastaðir Reykjavík 17. júní Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Kaffihúsið Dalur verður opnað á þjóðhátíðardaginn en það er staðsett á fyrstu hæð farfuglaheimilisins við Sundlaugaveg í Reykjavík. Í kórónuveirukófinu tók starfsfólkið sig til og breytti fyrstu hæð hússins í kaffihús og hafa hlotið mikið lof frá íbúum Laugardalshverfisins. Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir að hugmyndin hafi lengið verið til staðar en aðstandendur farfuglaheimilisins hafi ákveðið að láta ríða á vaðið þegar landinu var lokað í byrjun mars. „Þetta er hugmynd sem við höfum verið með í maganum mjög lengi að opna hér fjölskyldukaffihús og við ákváðum að láta verða af því núna. Það var þrennt sem ýtti undir að við gerðum það: dásamleg staðsetning, nóg pláss og frábært starfsfólk.“ Það er stórt leiksvæði fyrir börn á kaffihúsinu, bæði inni og úti.Dalur Starfsfólk farfuglaheimilisins vann að því að koma kaffihúsinu á legg á meðan farfuglaheimilið var lokað. „Það hefur bara verið okkar verkefni núna að koma þessu upp,“ segir Þorsteinn. Á opnunardaginn, á morgun 17. júní, verður nóg um að vera. „Það verður nóg að gera fyrir krakkana, við erum með leikföng á staðnum bæði úti og inni og það verður lifandi tónlist á pallinum seinnipartinn og góð stemning.“ Hann segist hafa orðið var við góðar viðtökur í hverfinu. Margir hafi haft samband síðustu daga, sérstaklega fjölskyldufólk, sem hafi sagt að þetta hafi einmitt verið það sem vantaði í hverfið. „Við finnum að þetta er komið út um allt og við höfum fengið skilaboð, sérstaklega frá fjölskyldufólki um að þetta sé bara akkúrat það sem vantaði: fjölskylduvænt kaffihús með stóru og góðu, öruggu svæði úti og inni fyrir börnin til að leika.“ Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla, segir áhersluna á kaffihúsinu vera á fjölskyldufólk.Dalur „Þessi lokun landsins gerði okkur auðvitað kleift að endurhugsa þetta svolítið og nýta betur það pláss sem við höfum. Svo það að hafa opinn bakgarð út í fallegan Laugardalinn, það eru náttúrulega alger forréttindi,“ segir Þorsteinn. Farfuglar reka einnig gistiheimili og kaffihús á Bankastræti sem ber nafnið Loft hostel. „Það má kannski segja að þetta sé systurkaffihús Loft. Loft sem er þessi víbrant viðburðarstaður fyrir ungt fólk en þetta verður systurkaffihús með áherslu á fjölskyldur.“ Innanstokksmunir eru langflestir notaðir.Dalur Á bak við kaffihúsið er stórt opið svæði sem leiðir út á tjaldsvæðið í Laugardalnum. „Úti á grasi sem snýr að Laugardalnum, ekki út að götu, þar verðum við með badminton-net, við erum með lítil fótboltamörk, við erum með krikket fyrir börnin, við verðum með kubb og alls konar fyrir krakkana að leika sér með á stóru svæði.“ Fjölskyldufólk er velkomið í Dal.Dalur
Veitingastaðir Reykjavík 17. júní Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira