Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 17:39 Indverskir menn brenna mynd af Xi Jinping, forseta Kína, í mótmælum í Indlandi í dag. AP/Ajit Solanki Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við kínverska hermenn á landamærum ríkjanna í gærkvöldi og í nótt. Svo virðist sem að ofursti og tveir hermenn indverska hersins hafi fallið fyrst. Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. Indverjar segjast hafa hlerað samskipti Kína um að minnst 43 hermenn þeirra hafi fallið eða særst alvarlega. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Þetta er í fyrsta sinn sem mannfall verður á landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum í það minnsta 45 ár. Indverjar segja hermönnum Kína hafa fjölgað verulega á svæðinu að undanförnu. Þeir saka Kína um að hafa hernumið land Indlands og viðræður sem hafa staðið yfir í þrjá áratugi hafa engum árangri skilað. AFP fréttaveitan hefur eftir Utanríkisráðuneyti Kína að Indverskir hermenn hafi fyrstir farið yfir landamærin og ráðist á kínverska hermenn. Kínverjar hafa þó ekki sagt neitt opinberlega um mögulegt mannfall. Í frétt BBC segir að báðar hliðar hafi um árabil haldið því fram að engum skotum hafi verið skotið á landamærunum og það sama sé á teningnum núna. Indverski herinn hélt því fram í dag. Nokkrum sinnum hefur komið til átaka á milli hermanna ríkjanna á undanförnum vikum og mun engu skoti hafa verið hleypt af. Síðast skiptust hermenn á skotum yfir landamærin árið 1975, svo vitað sé. Í mái kom til umfangsmikilla slagsmála á milli hermanna og munu tugir hafa slasast. Indland Kína Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við kínverska hermenn á landamærum ríkjanna í gærkvöldi og í nótt. Svo virðist sem að ofursti og tveir hermenn indverska hersins hafi fallið fyrst. Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. Indverjar segjast hafa hlerað samskipti Kína um að minnst 43 hermenn þeirra hafi fallið eða særst alvarlega. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Þetta er í fyrsta sinn sem mannfall verður á landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum í það minnsta 45 ár. Indverjar segja hermönnum Kína hafa fjölgað verulega á svæðinu að undanförnu. Þeir saka Kína um að hafa hernumið land Indlands og viðræður sem hafa staðið yfir í þrjá áratugi hafa engum árangri skilað. AFP fréttaveitan hefur eftir Utanríkisráðuneyti Kína að Indverskir hermenn hafi fyrstir farið yfir landamærin og ráðist á kínverska hermenn. Kínverjar hafa þó ekki sagt neitt opinberlega um mögulegt mannfall. Í frétt BBC segir að báðar hliðar hafi um árabil haldið því fram að engum skotum hafi verið skotið á landamærunum og það sama sé á teningnum núna. Indverski herinn hélt því fram í dag. Nokkrum sinnum hefur komið til átaka á milli hermanna ríkjanna á undanförnum vikum og mun engu skoti hafa verið hleypt af. Síðast skiptust hermenn á skotum yfir landamærin árið 1975, svo vitað sé. Í mái kom til umfangsmikilla slagsmála á milli hermanna og munu tugir hafa slasast.
Indland Kína Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira