Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 17:14 Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjamanna. Vísir/Getty Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem nú stendur yfir. Þar sagði hann það einnig vera til skoðunnar að setja hömlur á samgöngur innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Trump kynnti óvænt á fimmtudag fyrirætlanir um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna sem myndi gilda í þrjátíu daga. Umrætt ferðabann tók gildi í nótt og er Ísland meðal þeirra 26 Evrópuríkja sem það nær til. Þá var tilkynnt að bannið myndi ná til allra erlendra ríkisborgara sem hafi verið á Schengen-svæðinu síðustu 14 daga. Það fyrirkomulag hefði undanskilið ferðalanga frá Bretlandi og Írlandi. Nýtilkynnt viðbót Bretlands og Írlands mun taka gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Sjá einnig: Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump lýsti aðgerðunum sem hörðum en nauðsynlegum til að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnvöldum í Evrópu og forsvarsmönnum Evrópusambandsins. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjaforseta í ljósi þess að bandarískir ferðamenn hafa verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Leifstöð frá árinu 2016. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Írland Bretland Tengdar fréttir Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem nú stendur yfir. Þar sagði hann það einnig vera til skoðunnar að setja hömlur á samgöngur innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Trump kynnti óvænt á fimmtudag fyrirætlanir um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna sem myndi gilda í þrjátíu daga. Umrætt ferðabann tók gildi í nótt og er Ísland meðal þeirra 26 Evrópuríkja sem það nær til. Þá var tilkynnt að bannið myndi ná til allra erlendra ríkisborgara sem hafi verið á Schengen-svæðinu síðustu 14 daga. Það fyrirkomulag hefði undanskilið ferðalanga frá Bretlandi og Írlandi. Nýtilkynnt viðbót Bretlands og Írlands mun taka gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Sjá einnig: Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump lýsti aðgerðunum sem hörðum en nauðsynlegum til að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnvöldum í Evrópu og forsvarsmönnum Evrópusambandsins. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjaforseta í ljósi þess að bandarískir ferðamenn hafa verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Leifstöð frá árinu 2016.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Írland Bretland Tengdar fréttir Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38
Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02
Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53
Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48