Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2020 12:00 Frá aðgerðum í fyrradag þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær í gegn um Keflavíkurflugvöll en um ellefu hundruð manns í fyrradag. Þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, gáfu sig fram við lögreglu skömmu síðar. Þeir voru fluttur í farsóttahúsið á Rauðarárstíg. Þar dvöldu fyrir ellefu Rúmenar en hluti hópsins var handtekinn á Selfossi um síðustu helgi vegna þjófnaðar. Tveir þeirra reyndust smitaðir af Covid-19 og hinir brutu reglur um sóttkví. Þá komu þrír hælisleitendur til landsins í gær og sóttu um alþjóðlega vernd. Nýtt verklag hefur tekið gildi hvað varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd við komuna til landsins. Þeir eiga að fara í sýnatöku við komuna og dvelja svo í farsóttahúsi í fimm til sjö daga. Þá fara þeir aftur í sýnatöku og ef það próf reynist neikvætt fara þeir í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Þeir sem komu til landsins í gær dvelja nú í farsóttahúsinu. Þannig það gilda í raun aðrar reglur um þá? „Þetta er fólk í viðkvæmri stöðu og þess vegna viljum við tryggja öryggi þeirra og höfum valið að fara þessa leið að þeir fari ekki í þessi almennu úrræði á vegum Útlendingastofnunar heldur er haldið sér í sóttkví þannig að þeir hafa aðgang að heilbrigðisstarfsfólki og annað,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þá þurfi að huga að öðrum hælisleitendum sem dvelja í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar. „Þar dvelst fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma og flokkast sem viðkvæmir hópar í okkar skilgreiningum varðandi Covid-19. Þess vegna þurfum við að fara sérstaklega varlega,“ segir Víðir. Í apríl og maí sóttu níu manns um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af aðeins tveir sem ekki höfðu sótt áður um vernd eða verið með dvalarleyfi á Íslandi eða fæddust hér á landi á þessu tímabili. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 „Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30 Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34 Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær í gegn um Keflavíkurflugvöll en um ellefu hundruð manns í fyrradag. Þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, gáfu sig fram við lögreglu skömmu síðar. Þeir voru fluttur í farsóttahúsið á Rauðarárstíg. Þar dvöldu fyrir ellefu Rúmenar en hluti hópsins var handtekinn á Selfossi um síðustu helgi vegna þjófnaðar. Tveir þeirra reyndust smitaðir af Covid-19 og hinir brutu reglur um sóttkví. Þá komu þrír hælisleitendur til landsins í gær og sóttu um alþjóðlega vernd. Nýtt verklag hefur tekið gildi hvað varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd við komuna til landsins. Þeir eiga að fara í sýnatöku við komuna og dvelja svo í farsóttahúsi í fimm til sjö daga. Þá fara þeir aftur í sýnatöku og ef það próf reynist neikvætt fara þeir í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Þeir sem komu til landsins í gær dvelja nú í farsóttahúsinu. Þannig það gilda í raun aðrar reglur um þá? „Þetta er fólk í viðkvæmri stöðu og þess vegna viljum við tryggja öryggi þeirra og höfum valið að fara þessa leið að þeir fari ekki í þessi almennu úrræði á vegum Útlendingastofnunar heldur er haldið sér í sóttkví þannig að þeir hafa aðgang að heilbrigðisstarfsfólki og annað,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þá þurfi að huga að öðrum hælisleitendum sem dvelja í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar. „Þar dvelst fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma og flokkast sem viðkvæmir hópar í okkar skilgreiningum varðandi Covid-19. Þess vegna þurfum við að fara sérstaklega varlega,“ segir Víðir. Í apríl og maí sóttu níu manns um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af aðeins tveir sem ekki höfðu sótt áður um vernd eða verið með dvalarleyfi á Íslandi eða fæddust hér á landi á þessu tímabili.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 „Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30 Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34 Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26
„Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30
Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34
Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30