Íslenski boltinn

„Hann er hrika­lega góður en hann er með skrokk ní­ræðs manns“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Örn í leik með HK síðasta sumar.
Ólafur Örn í leik með HK síðasta sumar. vísir/bára

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið.

HK tapaði í fyrstu umferðinni fyrir FH í markaleik í Kórnum en lokatölur urðu 3-2. Ólafur Örn var í byrjunarliði HK og hann fékk hrós frá Hjörvari.

„Besti leikmaður sem þið hafið aldrei heyrt um er Ólafur Örn Eyjólfsson og er númer ellefu í HK. Þeir sem skilja fótbolta og sjá fótbolta, þeir átta sig á því. Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns. Hann á eftir að spila fjóra leiki og svo verður hann meiddur í tvo mánuði,“ sagði Hjörvar.

Ólafur Örn hefur verið á mála hjá HK frá árinu 2018.

„Hann er rosalega óheppinn með meiðsli en hann er svakalega góður leikmaður. Strákur sem ár eftir ár er vonast til þess að blómstri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×