Skúrkurinn mætti í viðtal og baðst afsökunar: Vill nú vera áfram hjá félaginu Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júní 2020 12:00 Luiz fær að líta rauða spjaldið í gær. vísir/getty David Luiz, varnarmaður Arsenal, átti allt annað en góðan dag í gær er enski fótboltinn snéri aftur. Arsenal mætti Manchester City á útivelli og tapaði 3-0 eftir m.a. tvö mistök frá Luiz. Luiz mistókst að hreinsa boltann í fyrsta markinu sem Raheem Sterling skoraði og í öðru markinu fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald. Martraðardagur hjá Luiz sem kom inn á varamaður í fyrri hálfleik. „Þetta var ekki liðinu að kenna heldur var þetta mér að kenna. Stjórinn var magnaður, leikmennirnir voru magnaðir en þetta var bara mér að kenna,“ sagði Luiz í samtali við Sky Sports í gær. Luiz hefur verið orðaður burt frá Arsenal en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur m.a. verið orðaður við Benfca þar sem hann lék áður en hann færði sig yfir til Englands. "It's not the teams fault, it was my fault." David Luiz accepted responsibility for Arsenal's defeat at Manchester City, adding that he wants to stay at the club and Mikel Arteta 'wants me to stay'.Arsenal fans - should he stay or should he go? pic.twitter.com/Z9sPQfEq6b— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 17, 2020 „Ég hefði átt að taka aðrar ákvarðanir á síðustu tveimur mánuðum. Ég gerði það ekki og þetta snýst um samninginn minn,“ en hann var spurður hvaða ákvarðanir hann hefði átt að taka öðruvísi: „Aðrar ákvarðanir til þess að reyna koma framtíð minni á hreint sem fyrst en ég gerði það ekki. Ég vil ekki nota það sem afsökun, þetta var mín sök og þannig er það.“ „Ég elska að vera hér og það er ástæðan fyrir því að ég legg hart að mér og ástæðan að ég er hérna núna. Enginn bað mig um að tala en þetta var undir mér komið að sýna andlit mitt. Ég vil vera áfram. Stjórinn veit og vill að ég verði áfram og við erum að bíða eftir lokaákvörðun,“ sagði Luiz. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
David Luiz, varnarmaður Arsenal, átti allt annað en góðan dag í gær er enski fótboltinn snéri aftur. Arsenal mætti Manchester City á útivelli og tapaði 3-0 eftir m.a. tvö mistök frá Luiz. Luiz mistókst að hreinsa boltann í fyrsta markinu sem Raheem Sterling skoraði og í öðru markinu fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald. Martraðardagur hjá Luiz sem kom inn á varamaður í fyrri hálfleik. „Þetta var ekki liðinu að kenna heldur var þetta mér að kenna. Stjórinn var magnaður, leikmennirnir voru magnaðir en þetta var bara mér að kenna,“ sagði Luiz í samtali við Sky Sports í gær. Luiz hefur verið orðaður burt frá Arsenal en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur m.a. verið orðaður við Benfca þar sem hann lék áður en hann færði sig yfir til Englands. "It's not the teams fault, it was my fault." David Luiz accepted responsibility for Arsenal's defeat at Manchester City, adding that he wants to stay at the club and Mikel Arteta 'wants me to stay'.Arsenal fans - should he stay or should he go? pic.twitter.com/Z9sPQfEq6b— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 17, 2020 „Ég hefði átt að taka aðrar ákvarðanir á síðustu tveimur mánuðum. Ég gerði það ekki og þetta snýst um samninginn minn,“ en hann var spurður hvaða ákvarðanir hann hefði átt að taka öðruvísi: „Aðrar ákvarðanir til þess að reyna koma framtíð minni á hreint sem fyrst en ég gerði það ekki. Ég vil ekki nota það sem afsökun, þetta var mín sök og þannig er það.“ „Ég elska að vera hér og það er ástæðan fyrir því að ég legg hart að mér og ástæðan að ég er hérna núna. Enginn bað mig um að tala en þetta var undir mér komið að sýna andlit mitt. Ég vil vera áfram. Stjórinn veit og vill að ég verði áfram og við erum að bíða eftir lokaákvörðun,“ sagði Luiz.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira