Skúrkurinn mætti í viðtal og baðst afsökunar: Vill nú vera áfram hjá félaginu Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júní 2020 12:00 Luiz fær að líta rauða spjaldið í gær. vísir/getty David Luiz, varnarmaður Arsenal, átti allt annað en góðan dag í gær er enski fótboltinn snéri aftur. Arsenal mætti Manchester City á útivelli og tapaði 3-0 eftir m.a. tvö mistök frá Luiz. Luiz mistókst að hreinsa boltann í fyrsta markinu sem Raheem Sterling skoraði og í öðru markinu fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald. Martraðardagur hjá Luiz sem kom inn á varamaður í fyrri hálfleik. „Þetta var ekki liðinu að kenna heldur var þetta mér að kenna. Stjórinn var magnaður, leikmennirnir voru magnaðir en þetta var bara mér að kenna,“ sagði Luiz í samtali við Sky Sports í gær. Luiz hefur verið orðaður burt frá Arsenal en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur m.a. verið orðaður við Benfca þar sem hann lék áður en hann færði sig yfir til Englands. "It's not the teams fault, it was my fault." David Luiz accepted responsibility for Arsenal's defeat at Manchester City, adding that he wants to stay at the club and Mikel Arteta 'wants me to stay'.Arsenal fans - should he stay or should he go? pic.twitter.com/Z9sPQfEq6b— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 17, 2020 „Ég hefði átt að taka aðrar ákvarðanir á síðustu tveimur mánuðum. Ég gerði það ekki og þetta snýst um samninginn minn,“ en hann var spurður hvaða ákvarðanir hann hefði átt að taka öðruvísi: „Aðrar ákvarðanir til þess að reyna koma framtíð minni á hreint sem fyrst en ég gerði það ekki. Ég vil ekki nota það sem afsökun, þetta var mín sök og þannig er það.“ „Ég elska að vera hér og það er ástæðan fyrir því að ég legg hart að mér og ástæðan að ég er hérna núna. Enginn bað mig um að tala en þetta var undir mér komið að sýna andlit mitt. Ég vil vera áfram. Stjórinn veit og vill að ég verði áfram og við erum að bíða eftir lokaákvörðun,“ sagði Luiz. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
David Luiz, varnarmaður Arsenal, átti allt annað en góðan dag í gær er enski fótboltinn snéri aftur. Arsenal mætti Manchester City á útivelli og tapaði 3-0 eftir m.a. tvö mistök frá Luiz. Luiz mistókst að hreinsa boltann í fyrsta markinu sem Raheem Sterling skoraði og í öðru markinu fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald. Martraðardagur hjá Luiz sem kom inn á varamaður í fyrri hálfleik. „Þetta var ekki liðinu að kenna heldur var þetta mér að kenna. Stjórinn var magnaður, leikmennirnir voru magnaðir en þetta var bara mér að kenna,“ sagði Luiz í samtali við Sky Sports í gær. Luiz hefur verið orðaður burt frá Arsenal en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur m.a. verið orðaður við Benfca þar sem hann lék áður en hann færði sig yfir til Englands. "It's not the teams fault, it was my fault." David Luiz accepted responsibility for Arsenal's defeat at Manchester City, adding that he wants to stay at the club and Mikel Arteta 'wants me to stay'.Arsenal fans - should he stay or should he go? pic.twitter.com/Z9sPQfEq6b— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 17, 2020 „Ég hefði átt að taka aðrar ákvarðanir á síðustu tveimur mánuðum. Ég gerði það ekki og þetta snýst um samninginn minn,“ en hann var spurður hvaða ákvarðanir hann hefði átt að taka öðruvísi: „Aðrar ákvarðanir til þess að reyna koma framtíð minni á hreint sem fyrst en ég gerði það ekki. Ég vil ekki nota það sem afsökun, þetta var mín sök og þannig er það.“ „Ég elska að vera hér og það er ástæðan fyrir því að ég legg hart að mér og ástæðan að ég er hérna núna. Enginn bað mig um að tala en þetta var undir mér komið að sýna andlit mitt. Ég vil vera áfram. Stjórinn veit og vill að ég verði áfram og við erum að bíða eftir lokaákvörðun,“ sagði Luiz.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira