Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi og fækkar þeim um þrjú. Eitt smit greindist milli daga og greindist það við landamæraskimun.
Samkvæmt tölum á vef covid.is eru 533 í sóttkví og fækkar þeim um 76 milli daga. Sjö hundruð sýni voru tekin.
22.030 hafa lokið sóttkví og 1.801 hefur náð bata. 1.816 smit hafa verið staðfest hér á landi frá því að faraldurinn hófst en tíu hafa látist.
Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar.