McIlroy: Kylfingum sem er ekki sama um ferillinn sinn ættu að vera hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2020 16:00 Rory McIlroy er efstur á heimslistanum og ætlar ekki að missa það sæti. EPA-EFE/ALI HAIDER Rory McIlroy er einn af þeim evrópskum kylfingum sem eru mættir til Bandaríkjanna til að spila golf þegar bandaríska mótaröðin fer aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldarins. Fram undan er RBC Heritage mótið í Suður-Karólínu sem er annað PGA-mótið síðan að mótaröðin fór af stað á ný. Norður-Írinn Rory McIlroy segir að þeir evrópsku kylfingar sem ákváðu það að ferðast ekki til Bandaríkjanna til að taka þátt í PGA-túrnum, geti ekki kvartað mikið, þótt að þeir missi um leið af mikilvægum stigum á heimslistanum. „Ég segi að ef þér er virkilega annt um ferilinn þinn og þína næstu framtíð þá ættir þú að vera hér,“ sagði Rory McIlroy. "If you really care about your career and care about moving forward, you should be here. I honestly don't understand the guys complaining."Rory McIlroy questioned the logic of players who opted not to travel to the US for the PGA Tour restart ...— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 17, 2020 Evrópskir kylfingar sem ákváðu að koma ekki til Bandaríkjanna geta ekki náð í næstu stig fyrr en evrópska mótaröðin fer af stað 22. júlí næstkomandi. McIlroy hefur ekki samúð með þeim kylfingum sem komu ekki yfir Atlantshafið. Meðal þeirra eru Tommy Fleetwood og Francesco Molinari. Fleetwood er þegar dottinn út af topp tíu listanum. „Ef ég væri í þeirra sporum, og væri beðinn um að koma til Bandaríkjanna og vera í sóttkví í tvær vikur fyrir þessi mót, þá myndi ég gera það, sagði McIlroy. I honestly don t understand the guys complaining. There is a solution. You can bring your family with you, we all have the [financial] means to do that."Rory McIlroy has criticised those players who remain in Europe, reports @johnwesterby https://t.co/dxr5exew5t— Times Sport (@TimesSport) June 18, 2020 „Ég átta mig á því að það koma aðrir hlutir inn í myndina eins og fjölskyldur þeirra og annað. Við höfum samt allir efni á því að leigja fínasta hús á öruggum stað á Flórída. Það er ekki mikil þraut að þurfa að eyða tveimur vikum í sóttkví. Ég skil bara ekki af þessir kylfingar eru að kvarta, sagði McIlroy. Rory McIlroy er númer eitt á heimslistanum og var í toppbaráttunni fyrir lokadaginn um síðustu helgi. McIlroy lék hins vegar illa á lokahringnum og datt niður í 32. sæti eftir að hafa spilað á fjórum höggum yfir pari. RBC Heritage mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Golf og útsendingin í kvöld hefst klukkan 18.55. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy er einn af þeim evrópskum kylfingum sem eru mættir til Bandaríkjanna til að spila golf þegar bandaríska mótaröðin fer aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldarins. Fram undan er RBC Heritage mótið í Suður-Karólínu sem er annað PGA-mótið síðan að mótaröðin fór af stað á ný. Norður-Írinn Rory McIlroy segir að þeir evrópsku kylfingar sem ákváðu það að ferðast ekki til Bandaríkjanna til að taka þátt í PGA-túrnum, geti ekki kvartað mikið, þótt að þeir missi um leið af mikilvægum stigum á heimslistanum. „Ég segi að ef þér er virkilega annt um ferilinn þinn og þína næstu framtíð þá ættir þú að vera hér,“ sagði Rory McIlroy. "If you really care about your career and care about moving forward, you should be here. I honestly don't understand the guys complaining."Rory McIlroy questioned the logic of players who opted not to travel to the US for the PGA Tour restart ...— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 17, 2020 Evrópskir kylfingar sem ákváðu að koma ekki til Bandaríkjanna geta ekki náð í næstu stig fyrr en evrópska mótaröðin fer af stað 22. júlí næstkomandi. McIlroy hefur ekki samúð með þeim kylfingum sem komu ekki yfir Atlantshafið. Meðal þeirra eru Tommy Fleetwood og Francesco Molinari. Fleetwood er þegar dottinn út af topp tíu listanum. „Ef ég væri í þeirra sporum, og væri beðinn um að koma til Bandaríkjanna og vera í sóttkví í tvær vikur fyrir þessi mót, þá myndi ég gera það, sagði McIlroy. I honestly don t understand the guys complaining. There is a solution. You can bring your family with you, we all have the [financial] means to do that."Rory McIlroy has criticised those players who remain in Europe, reports @johnwesterby https://t.co/dxr5exew5t— Times Sport (@TimesSport) June 18, 2020 „Ég átta mig á því að það koma aðrir hlutir inn í myndina eins og fjölskyldur þeirra og annað. Við höfum samt allir efni á því að leigja fínasta hús á öruggum stað á Flórída. Það er ekki mikil þraut að þurfa að eyða tveimur vikum í sóttkví. Ég skil bara ekki af þessir kylfingar eru að kvarta, sagði McIlroy. Rory McIlroy er númer eitt á heimslistanum og var í toppbaráttunni fyrir lokadaginn um síðustu helgi. McIlroy lék hins vegar illa á lokahringnum og datt niður í 32. sæti eftir að hafa spilað á fjórum höggum yfir pari. RBC Heritage mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Golf og útsendingin í kvöld hefst klukkan 18.55.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira