Slagsmálahundar í brúðkaupi systur Hafþórs hlupu í burtu þegar Fjallið mætti á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig aðeins niður en þessi mynd er af Instagram siðu hans. Mynd/Instagram Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson sagði sögu úr brúðkaupi systur sinnar í nýjasta Youtube myndbandi sínu og Hafþór sagði þar líka frá því að hann væri farinn að huga að lyftingum á ný eftir fimm vikur af þolæfingum og hnefaleikaæfingum. Myndbandið byrjaði þó á smá sögu úr daglega lífinu en það var stór dagur hjá systur Fjallsins á dögunum og þá er oft gott að eiga að stóran og sterkan bróður. Hafþór Júlíus Björnsson og félagi hans voru nálægt því að lenda í slagsmálum þegar menn voru með ólæti fyrir utan brúðkaupsveislu systur hans. Sem betur fer leyst slagsmálahundunum ekkert á blikuna þegar Fjallið kom út úr veislusalnum. „Það voru einhverjir strákar að slást fyrir utan húsið þar sem brúðkaup systur minnar fór fram. Ég fór út og bað þá um að haga sér eins og menn og þeir fóru bara,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem fór síðan yfir æfingar síðustu vikna og hvað er fram undan. View this post on Instagram Stay focused, determined and consistent and you will see progress. A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 12, 2020 at 7:46am PDT „Ég hef ekki verið mikið í kraftlyftingum undanfarnar fimm vikur en ég vildi sjá stöðuna á mér í dag. Ég hef verið mikið í þolþjálfun að undanförnu og að boxa. Ég er því áhugasamur um hvernig þessi lyftingaæfing gengur og hversu mikinn kraft ég er búinn að missa á þessum fimm vikum. Það er samt ótrúlegt hvað þú getur misst mikinn kraft á svo stuttum tíma,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem er farinn að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasta mann Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson ræddi líka stöðuna á skrokknum sínum í myndbandinu. Hann er orðinn miklu grennri og það er greinilegt að hann hefur misst mörg kíló á síðustu vikum. „Ég missti kílóin frekar fljótt í byrjun en þó að ég sé að borða miklu færri kaloríur þá er ég ekki að léttast mikið núna. Núna hefst aðal áskorunin,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að mæta tilbúinn í hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. „Ég er ekkert að flýta mér því ég veit að ég hef nægan tíma. Bardaginn er ekki fyrr en í september á næsta ári og það eru því margir dagar eftir ennþá til að æfa og bæta sig. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Hafþór Júlíus sem sýndi frá æfingu sinni í myndbandinu. Hann lyfti meðal annars 370 kílóum tvisvar í röð í réttstöðulyftu. Það má sjá myndbandið hans hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Kraftlyftingar Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson sagði sögu úr brúðkaupi systur sinnar í nýjasta Youtube myndbandi sínu og Hafþór sagði þar líka frá því að hann væri farinn að huga að lyftingum á ný eftir fimm vikur af þolæfingum og hnefaleikaæfingum. Myndbandið byrjaði þó á smá sögu úr daglega lífinu en það var stór dagur hjá systur Fjallsins á dögunum og þá er oft gott að eiga að stóran og sterkan bróður. Hafþór Júlíus Björnsson og félagi hans voru nálægt því að lenda í slagsmálum þegar menn voru með ólæti fyrir utan brúðkaupsveislu systur hans. Sem betur fer leyst slagsmálahundunum ekkert á blikuna þegar Fjallið kom út úr veislusalnum. „Það voru einhverjir strákar að slást fyrir utan húsið þar sem brúðkaup systur minnar fór fram. Ég fór út og bað þá um að haga sér eins og menn og þeir fóru bara,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem fór síðan yfir æfingar síðustu vikna og hvað er fram undan. View this post on Instagram Stay focused, determined and consistent and you will see progress. A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 12, 2020 at 7:46am PDT „Ég hef ekki verið mikið í kraftlyftingum undanfarnar fimm vikur en ég vildi sjá stöðuna á mér í dag. Ég hef verið mikið í þolþjálfun að undanförnu og að boxa. Ég er því áhugasamur um hvernig þessi lyftingaæfing gengur og hversu mikinn kraft ég er búinn að missa á þessum fimm vikum. Það er samt ótrúlegt hvað þú getur misst mikinn kraft á svo stuttum tíma,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem er farinn að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasta mann Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson ræddi líka stöðuna á skrokknum sínum í myndbandinu. Hann er orðinn miklu grennri og það er greinilegt að hann hefur misst mörg kíló á síðustu vikum. „Ég missti kílóin frekar fljótt í byrjun en þó að ég sé að borða miklu færri kaloríur þá er ég ekki að léttast mikið núna. Núna hefst aðal áskorunin,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að mæta tilbúinn í hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. „Ég er ekkert að flýta mér því ég veit að ég hef nægan tíma. Bardaginn er ekki fyrr en í september á næsta ári og það eru því margir dagar eftir ennþá til að æfa og bæta sig. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Hafþór Júlíus sem sýndi frá æfingu sinni í myndbandinu. Hann lyfti meðal annars 370 kílóum tvisvar í röð í réttstöðulyftu. Það má sjá myndbandið hans hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Kraftlyftingar Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira