Mega brjóta reglur UEFA út af COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 09:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City með eigendum félagsins. Getty/Victoria Haydn Það er öllum ljóst að tekjustreymi knattspyrnufélaga hefur að mestu stöðvast vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Fyrst fóru engir leikir fram en núna fara leikir fram án áhorfenda. Félögin eru vön að fá miklar tekjur í gegnum heimaleiki sína en það eru engar slíkar tekjur að koma inn þessa dagana. Þá má ekki gleyma því að það kreppir að hjá mörgum fyrirtækjum sem hefur líka áhrif á styrktaraðila knattspyrnufélaganna. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill koma til móts við félögin sem hafa hingað til hamast við að vera réttum megin núllið á tímum þegar kaupverð og laun leikmanna eru komin upp úr öllu valdi. Uefa adjusts FFP rules with clubs unable to comply this season. By @david_conn https://t.co/J3XysDddvZ— Guardian sport (@guardian_sport) June 19, 2020 Eigendur knattspyrnufélaga Evrópu fá þess vegna tímabundið leyfi til þess að brjóta reglur UEFA um rekstur knattspyrnufélaga á meðan félög þeirra eru að vinna sig út úr öllum fjárhagsvandræðum sínum vegna kórónuveirufaraldrins. Forráðamenn UEFA tilkynntu það að rekstrarárið 2020 mun ekki falla undir sömu rekstrarreglur og önnur ár, fyrir og eftir. UEFA segir að þessi undanþága sé sett inn svo að félögin fái meiri tíma til að mæla og gera sér grein fyrir ófyrirséðu tapi á tekjum vegna faraldursins. Félögin hafa þurft að sýna fram á góðan rekstur og það er ekki ásættanlegt ef ríkir eigendur dæli inn peningum í félagið til að búa til ósanngjarnt forskot á önnur félög. Góður rekstur tryggir líka góða framtíð fyrir félögin í stað þess að safna skuldum. Hvert félag má ekki tapa meira en 30 milljónum evra á hverjum þremur árum en eigendurnir mega koma til bjargar vegna 25 milljóna af því tapi. UEFA leggur samt áherslu á hagkvæman rekstur fótboltafélaga þrátt fyrir þetta tímabundna leyfi til þess að brjóta reglurnar. 2020 mun á endanum teljast með því litið verður á árinu 2020 og 2021 sem eitt heilt fjárhagsár þegar bækurnar verða gerðar upp. Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Það er öllum ljóst að tekjustreymi knattspyrnufélaga hefur að mestu stöðvast vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Fyrst fóru engir leikir fram en núna fara leikir fram án áhorfenda. Félögin eru vön að fá miklar tekjur í gegnum heimaleiki sína en það eru engar slíkar tekjur að koma inn þessa dagana. Þá má ekki gleyma því að það kreppir að hjá mörgum fyrirtækjum sem hefur líka áhrif á styrktaraðila knattspyrnufélaganna. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill koma til móts við félögin sem hafa hingað til hamast við að vera réttum megin núllið á tímum þegar kaupverð og laun leikmanna eru komin upp úr öllu valdi. Uefa adjusts FFP rules with clubs unable to comply this season. By @david_conn https://t.co/J3XysDddvZ— Guardian sport (@guardian_sport) June 19, 2020 Eigendur knattspyrnufélaga Evrópu fá þess vegna tímabundið leyfi til þess að brjóta reglur UEFA um rekstur knattspyrnufélaga á meðan félög þeirra eru að vinna sig út úr öllum fjárhagsvandræðum sínum vegna kórónuveirufaraldrins. Forráðamenn UEFA tilkynntu það að rekstrarárið 2020 mun ekki falla undir sömu rekstrarreglur og önnur ár, fyrir og eftir. UEFA segir að þessi undanþága sé sett inn svo að félögin fái meiri tíma til að mæla og gera sér grein fyrir ófyrirséðu tapi á tekjum vegna faraldursins. Félögin hafa þurft að sýna fram á góðan rekstur og það er ekki ásættanlegt ef ríkir eigendur dæli inn peningum í félagið til að búa til ósanngjarnt forskot á önnur félög. Góður rekstur tryggir líka góða framtíð fyrir félögin í stað þess að safna skuldum. Hvert félag má ekki tapa meira en 30 milljónum evra á hverjum þremur árum en eigendurnir mega koma til bjargar vegna 25 milljóna af því tapi. UEFA leggur samt áherslu á hagkvæman rekstur fótboltafélaga þrátt fyrir þetta tímabundna leyfi til þess að brjóta reglurnar. 2020 mun á endanum teljast með því litið verður á árinu 2020 og 2021 sem eitt heilt fjárhagsár þegar bækurnar verða gerðar upp.
Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira