Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Andri Eysteinsson skrifar 19. júní 2020 23:41 Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. vísir/getty Indverjar hafa lofað því að þeir muni verja landamæri sín við Kína með herafla sínum sé þess þörf en tuttugu indverskir hermenn létu lífið í átökum við kínverska hermenn á mánudag. BBC greinir frá ávarpi forsætisráðherra kjarnorkuveldisins Indlands í dag. Til mannskæðra átaka kom á milli meðlima herjanna tveggja í Himalæjafjöllum á mánudag en löngum hefur verið deilt um landamærin, Yfirvöld í Indlandi segja tuttugu indverska hermenn hafa fallið en Kínverjar hafa ekki viljað viðurkenna mannfall í átökunum. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, hefur tjáð sig um málið og segir hann ljóst að enginn erlendur hermaður haldi til innan landamæra Indlands og sagði hann einnig að ekkert land hefði tapast vegna átakanna. Bæði ríkin hafa sakað hitt ríkið um að hafa farið yfir landamærin, sem sögð eru illa skilgreind, og þar með ógnað hinu ríkinu. Í ávarpi sýnu sem sjónvarpað var um Indland sagði forsætisráðherrann að indverska hernum hafi verið gefið grænt ljós til þess að verja landið með hvaða ráðum sem til þyrfti. „Landið allt er sært og reitt vegna aðgerða kínverja. Indland vill frið og vináttu en mikilvægt er að viðhalda sjálfsstjórn landsins,“ sagði Modi. Samkvæmt samkomulagi milli ríkjanna frá árinu 1996 eru skotvopn bönnuð á svæðinu en Indverjar hafa sakað kínverja um að hafa notað frumstæð barefli í átökunum sem urðu til þess að hermennirnir tuttugu létu lífið. Indland Kína Tengdar fréttir Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Háttsettur embættismaður í indverska hernum hefur sakað Kínverja um að hafa notað frumstæð barefli í átökum á landamærum ríkjanna. Hann laumaði mynd af bareflunum sem hann segir kínverska hermenn hafa notað til BBC. 18. júní 2020 13:18 Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Indverjar hafa lofað því að þeir muni verja landamæri sín við Kína með herafla sínum sé þess þörf en tuttugu indverskir hermenn létu lífið í átökum við kínverska hermenn á mánudag. BBC greinir frá ávarpi forsætisráðherra kjarnorkuveldisins Indlands í dag. Til mannskæðra átaka kom á milli meðlima herjanna tveggja í Himalæjafjöllum á mánudag en löngum hefur verið deilt um landamærin, Yfirvöld í Indlandi segja tuttugu indverska hermenn hafa fallið en Kínverjar hafa ekki viljað viðurkenna mannfall í átökunum. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, hefur tjáð sig um málið og segir hann ljóst að enginn erlendur hermaður haldi til innan landamæra Indlands og sagði hann einnig að ekkert land hefði tapast vegna átakanna. Bæði ríkin hafa sakað hitt ríkið um að hafa farið yfir landamærin, sem sögð eru illa skilgreind, og þar með ógnað hinu ríkinu. Í ávarpi sýnu sem sjónvarpað var um Indland sagði forsætisráðherrann að indverska hernum hafi verið gefið grænt ljós til þess að verja landið með hvaða ráðum sem til þyrfti. „Landið allt er sært og reitt vegna aðgerða kínverja. Indland vill frið og vináttu en mikilvægt er að viðhalda sjálfsstjórn landsins,“ sagði Modi. Samkvæmt samkomulagi milli ríkjanna frá árinu 1996 eru skotvopn bönnuð á svæðinu en Indverjar hafa sakað kínverja um að hafa notað frumstæð barefli í átökunum sem urðu til þess að hermennirnir tuttugu létu lífið.
Indland Kína Tengdar fréttir Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Háttsettur embættismaður í indverska hernum hefur sakað Kínverja um að hafa notað frumstæð barefli í átökum á landamærum ríkjanna. Hann laumaði mynd af bareflunum sem hann segir kínverska hermenn hafa notað til BBC. 18. júní 2020 13:18 Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Háttsettur embættismaður í indverska hernum hefur sakað Kínverja um að hafa notað frumstæð barefli í átökum á landamærum ríkjanna. Hann laumaði mynd af bareflunum sem hann segir kínverska hermenn hafa notað til BBC. 18. júní 2020 13:18
Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39