Íslandsmót í holukeppni: Ólafía og Guðrún Brá mætast í undanúrslitum Ísak Hallmundarson skrifar 20. júní 2020 19:00 Ólafía Þórunn hefur spilað vel um helgina og leikur í undanúrslitum á morgun. mynd/gsí/golf.is Átta liða úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í golfi, sem fram fer á Akureyri, lauk nú í þessu. Tveir af bestu kylfingum landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, mætast í undanúrslitum kvenna og það verður GR-slagur í undanúrslitum karla. Ólafía sigraði klúbbfélaga sinn frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Sögu Traustadóttur, 5-4 í skemmtilegum leik. Hún mun mæta Guðrúnu Brá sem sigraði Heiðrúnu Önnu úr Golfklúbbnum Selfossi 6-5 í dag. Bæði Ólafía og Guðrún hafa leikið glymrandi vel á mótinu og má búast við spennandi rimmu milli þeirra. Hákon Örn Magnússon sigraði Aron Snæ Júlíusson úr GKG, 2-1, en hann mun mæta Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem sigraði Andri Má Óskarsson fyrr í dag. Hákon og Guðmundur Ágúst eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og verður þetta því barátta GR-inga um sæti í úrslitum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr sama klúbb, 3-2 og mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem sigraði Evu Karen Björnsdóttur eftir eina holu í bráðabana. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili mun mæta Ólafi Loftssyni úr GKG á morgun í undanúrslitum. Axel sigraði Andra Þór Björnsson en Ólafur hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús. Sigurvegarar í undanúrslitum mætast síðan í úrslitaeinvígi á morgun. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Átta liða úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í golfi, sem fram fer á Akureyri, lauk nú í þessu. Tveir af bestu kylfingum landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, mætast í undanúrslitum kvenna og það verður GR-slagur í undanúrslitum karla. Ólafía sigraði klúbbfélaga sinn frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Sögu Traustadóttur, 5-4 í skemmtilegum leik. Hún mun mæta Guðrúnu Brá sem sigraði Heiðrúnu Önnu úr Golfklúbbnum Selfossi 6-5 í dag. Bæði Ólafía og Guðrún hafa leikið glymrandi vel á mótinu og má búast við spennandi rimmu milli þeirra. Hákon Örn Magnússon sigraði Aron Snæ Júlíusson úr GKG, 2-1, en hann mun mæta Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem sigraði Andri Má Óskarsson fyrr í dag. Hákon og Guðmundur Ágúst eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og verður þetta því barátta GR-inga um sæti í úrslitum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr sama klúbb, 3-2 og mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem sigraði Evu Karen Björnsdóttur eftir eina holu í bráðabana. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili mun mæta Ólafi Loftssyni úr GKG á morgun í undanúrslitum. Axel sigraði Andra Þór Björnsson en Ólafur hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús. Sigurvegarar í undanúrslitum mætast síðan í úrslitaeinvígi á morgun.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira