Ekkert varð af fyrirhuguðum leik Dinamo Moskvu og Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni í gær en leiknum var frestað með skömmum fyrirvara.
Ástæðan fyrir frestuninni var sú að þrír leikmenn Dinamo greindust með kórónuveiruna í skimun sem fram fór á laugardag.
Búið er að fresta leiknum til 19.júlí.
Síðastliðinn föstudag var leikur Rostov og Sochi í rússnesku úrvalsdeildinni spilaður þó allur aðalliðshópur fyrrnefnda liðsins væri í sóttkví vegna veirunnar en leiknum lauk með 10-1 sigri Sochi þar sem Rostov stillti upp sögulega ungu liði.