Ósannfærandi Sarri á enn eftir að vinna hug og hjörtu í Tórínó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 16:00 Sarri var pirraður á hliðarlínunni gegn Napoli enda tókst honum ekki að landa sigri gegn sínum fyrrum lærisveinum. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Þó svo að Juventus tróni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þá á Maurizio Sarri, þjálfari liðsins, enn eftir að sannfæra marga um að hann sé rétti maðurinn í starfið. James Horncastle hjá The Athletic fór yfir gengi Juventus undir stjórns hins sérfróða og keðjureykjandi Sarri. Liðið tapaði ítalska Ofurbikarnum í desember og svo eftir að leikar hófust að nýju eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins þá tapaði liðið Juventus fyrir Napoli í úrslitum ítalska bikarsins. Las fyrirsögnin í ítalska miðlinum Tuttosport einfaldlega „Skelfilegur Sarri.“ Ef til vill full hart miðað við tap í vítaspyrnukeppni en samt, Napoli er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig á meðan Juventus er í efsta sæti með 63 stg. Staðan í Meistaradeildinni er ekki frábær en liðið tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum gegn Lyon með einu marki gegn engu í Frakklandi. Óvíst er hvenær síðari leikur liðanna fer fram – ef hann getur farið fram. Leikstíllinn sem Sarri spilar krefst mikillar orku og því eðlilegt að lið Juventus hafi verið ryðgað eftir Covid-pásuna svokölluðu. Þá var liðið mikið í fréttum á meðan deildin var í pásu þar sem tvær af stórstjörnum liðsins greindust með Covid-19. Argentíski sóknarmaðurinn Paulo Dybala og heimsmeistarinn Blaise Matuidi voru báðir í byrjunarliði Juventus gegn Napoli en þeir greindust með veiruna í apríl. Tók þá allt að sex vikur að losna við hana. Tuttosport er ekki eini miðillinn á Ítalíu sem hefur gagnrýnt sarri en í föstudagsútgáfu La Gazzetta dello Sport kom fram að blaðið reiknaði ekki með því að Sarri yrði á hliðarlínunni þegar næsta tímabil fer af stað. Þjálfarinn segist þó lítið hlusta á slíkt og eina sem skiptir hann máli er hvað yfirmönnum hans finnst. Þó svo að Sarri njóti trausts sem stendur þá er óvíst hversu lengi það endist. Sérstaklega þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Þá virðist loks vera möguleiki á því að félagið verði ekki Ítalíumeistari en Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin átta ár. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10 Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02 Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Þó svo að Juventus tróni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þá á Maurizio Sarri, þjálfari liðsins, enn eftir að sannfæra marga um að hann sé rétti maðurinn í starfið. James Horncastle hjá The Athletic fór yfir gengi Juventus undir stjórns hins sérfróða og keðjureykjandi Sarri. Liðið tapaði ítalska Ofurbikarnum í desember og svo eftir að leikar hófust að nýju eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins þá tapaði liðið Juventus fyrir Napoli í úrslitum ítalska bikarsins. Las fyrirsögnin í ítalska miðlinum Tuttosport einfaldlega „Skelfilegur Sarri.“ Ef til vill full hart miðað við tap í vítaspyrnukeppni en samt, Napoli er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig á meðan Juventus er í efsta sæti með 63 stg. Staðan í Meistaradeildinni er ekki frábær en liðið tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum gegn Lyon með einu marki gegn engu í Frakklandi. Óvíst er hvenær síðari leikur liðanna fer fram – ef hann getur farið fram. Leikstíllinn sem Sarri spilar krefst mikillar orku og því eðlilegt að lið Juventus hafi verið ryðgað eftir Covid-pásuna svokölluðu. Þá var liðið mikið í fréttum á meðan deildin var í pásu þar sem tvær af stórstjörnum liðsins greindust með Covid-19. Argentíski sóknarmaðurinn Paulo Dybala og heimsmeistarinn Blaise Matuidi voru báðir í byrjunarliði Juventus gegn Napoli en þeir greindust með veiruna í apríl. Tók þá allt að sex vikur að losna við hana. Tuttosport er ekki eini miðillinn á Ítalíu sem hefur gagnrýnt sarri en í föstudagsútgáfu La Gazzetta dello Sport kom fram að blaðið reiknaði ekki með því að Sarri yrði á hliðarlínunni þegar næsta tímabil fer af stað. Þjálfarinn segist þó lítið hlusta á slíkt og eina sem skiptir hann máli er hvað yfirmönnum hans finnst. Þó svo að Sarri njóti trausts sem stendur þá er óvíst hversu lengi það endist. Sérstaklega þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Þá virðist loks vera möguleiki á því að félagið verði ekki Ítalíumeistari en Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin átta ár.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10 Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02 Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10
Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02
Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30