Kempuliðið FC Ísland spilar fyrsta leikinn sinn út í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 15:00 Tómas Ingi Tómasson er þjálfari FC Ísland og Björgólfur Hideaki Takefusa verður örugglega í stór hlutverki í sóknarleiknum. Mynd/FC Ísland Ný þáttaröð um íslenska knattspyrnu verður sýnd á Stöð 2 í sumar og hefur hún fengið nafnið Framlengingin. Í þáttunum Framlengingin ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt kempulið sem heitir FC Ísland. Fyrsta æfingin hjá kempunum var í gær mánudag og gekk æfingin vel og án nokkurra meiðsla. Það er mikill keppnisandi í liðinu og þó þeir séu komnir af léttasta skeiði í boltanum þá vantar ekki keppnisskapið í þessa kunnu kappa. Bjarnólfur Lárusson er fyrirliði FC Ísland.Mynd/FC Ísland Heyrst hefur að verið sé að smala í mjög sterk lið á öllum stöðum þar sem keppt verður, þannig að FC Ísland er með ýmsar stórgóðar og nýjar hugmyndir um það hvernig þeir ætla að ná fram sigri í leikjunum. Liðið gerir meira en bara að spila fótbolta en ýmsar skemmtilegar þrautir verða lagðar fyrir liðið með það að markmiði að safna áheitum. FC Ísland mun spila fjóra leiki og fara þeir fram í Vestmannaeyjum, á Akranesi, á Akureyri og í Reykjavík. Það standa vonir til þess að á hverjum stað muni heimamenn plata sínar kempur út á völlinn og úr verði skemmtilegri leikir. Nýtt merki félagsins.Mynd/FC Ísland Fyrsti leikur liðsins er klukkan 19.00 á Hásteinsvelli á fimmtudagskvöldið eða beint á eftir setningu Orkumótsins. Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður fyrirliði liðs Eyjamanna sem fær það verkefni að mæta FC Íslandi. FC Ísland mun í samstarfi við Ufsaskalla vinna að góðgerðarsöfnun fyrir stuðningsfélag krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Ufsaskalli ætlar að gefa 500 þúsund krónur í tengslum við þáttinn. Frá æfingu FC Ísland í gær.Mynd/FC Ísland Lið FC Ísland sem keppir í fyrsta leiknum í Eyjum er skipað eftirtöldum leikmönnum: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Ingólfur Þórarinsson/veðurguð Jón Hafsteinn Jóhannsson Sævar Þór Gíslason Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson Tómas Ingi Tómasson og aðstoðarmaður hans Friðgeir Bergsteinsson fylgjast með sínum mönnum hita upp.Mynd/FC Ísland FC Ísland spilar fjóra leiki í sumar: Fyrsti leikur verður í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 25.júni. Annar leikur á Akranesi 2. júlí • Þriðji leikur á Akureyri 3. júlí Fjórði leikur í Reykjavík 22. júlí. Liðsmenn FC Ísland eru: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarni Guðjónsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Brynjar Benediktsson Brynjar Björn Gunnarsson Erlingur Jack Guðmundsson Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Garðar Gunnlaugsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Gunnar Jarl Jónsson Gunnlaugur Jónsson Halldór Hilmisson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Jón Hafsteinn Jóhannsson Kjartan Sturluson Ólafur Páll Snorrason Reynir Leósson Sævar Þór Gíslason Sigurbjörn Hreiðarsson Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fótbolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Ný þáttaröð um íslenska knattspyrnu verður sýnd á Stöð 2 í sumar og hefur hún fengið nafnið Framlengingin. Í þáttunum Framlengingin ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt kempulið sem heitir FC Ísland. Fyrsta æfingin hjá kempunum var í gær mánudag og gekk æfingin vel og án nokkurra meiðsla. Það er mikill keppnisandi í liðinu og þó þeir séu komnir af léttasta skeiði í boltanum þá vantar ekki keppnisskapið í þessa kunnu kappa. Bjarnólfur Lárusson er fyrirliði FC Ísland.Mynd/FC Ísland Heyrst hefur að verið sé að smala í mjög sterk lið á öllum stöðum þar sem keppt verður, þannig að FC Ísland er með ýmsar stórgóðar og nýjar hugmyndir um það hvernig þeir ætla að ná fram sigri í leikjunum. Liðið gerir meira en bara að spila fótbolta en ýmsar skemmtilegar þrautir verða lagðar fyrir liðið með það að markmiði að safna áheitum. FC Ísland mun spila fjóra leiki og fara þeir fram í Vestmannaeyjum, á Akranesi, á Akureyri og í Reykjavík. Það standa vonir til þess að á hverjum stað muni heimamenn plata sínar kempur út á völlinn og úr verði skemmtilegri leikir. Nýtt merki félagsins.Mynd/FC Ísland Fyrsti leikur liðsins er klukkan 19.00 á Hásteinsvelli á fimmtudagskvöldið eða beint á eftir setningu Orkumótsins. Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður fyrirliði liðs Eyjamanna sem fær það verkefni að mæta FC Íslandi. FC Ísland mun í samstarfi við Ufsaskalla vinna að góðgerðarsöfnun fyrir stuðningsfélag krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Ufsaskalli ætlar að gefa 500 þúsund krónur í tengslum við þáttinn. Frá æfingu FC Ísland í gær.Mynd/FC Ísland Lið FC Ísland sem keppir í fyrsta leiknum í Eyjum er skipað eftirtöldum leikmönnum: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Ingólfur Þórarinsson/veðurguð Jón Hafsteinn Jóhannsson Sævar Þór Gíslason Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson Tómas Ingi Tómasson og aðstoðarmaður hans Friðgeir Bergsteinsson fylgjast með sínum mönnum hita upp.Mynd/FC Ísland FC Ísland spilar fjóra leiki í sumar: Fyrsti leikur verður í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 25.júni. Annar leikur á Akranesi 2. júlí • Þriðji leikur á Akureyri 3. júlí Fjórði leikur í Reykjavík 22. júlí. Liðsmenn FC Ísland eru: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarni Guðjónsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Brynjar Benediktsson Brynjar Björn Gunnarsson Erlingur Jack Guðmundsson Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Garðar Gunnlaugsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Gunnar Jarl Jónsson Gunnlaugur Jónsson Halldór Hilmisson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Jón Hafsteinn Jóhannsson Kjartan Sturluson Ólafur Páll Snorrason Reynir Leósson Sævar Þór Gíslason Sigurbjörn Hreiðarsson Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason
Lið FC Ísland sem keppir í fyrsta leiknum í Eyjum er skipað eftirtöldum leikmönnum: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Ingólfur Þórarinsson/veðurguð Jón Hafsteinn Jóhannsson Sævar Þór Gíslason Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson
FC Ísland spilar fjóra leiki í sumar: Fyrsti leikur verður í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 25.júni. Annar leikur á Akranesi 2. júlí • Þriðji leikur á Akureyri 3. júlí Fjórði leikur í Reykjavík 22. júlí. Liðsmenn FC Ísland eru: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarni Guðjónsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Brynjar Benediktsson Brynjar Björn Gunnarsson Erlingur Jack Guðmundsson Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Garðar Gunnlaugsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Gunnar Jarl Jónsson Gunnlaugur Jónsson Halldór Hilmisson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Jón Hafsteinn Jóhannsson Kjartan Sturluson Ólafur Páll Snorrason Reynir Leósson Sævar Þór Gíslason Sigurbjörn Hreiðarsson Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason
Fótbolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira