Samninganefndir mættar aftur eftir sextán tíma fund í gær Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 12:57 Frá húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Sigurjón Staðan í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair er á viðkvæmu stigi, en fundur samninganefnda lauk ekki fyrr en rétt um klukkan tvö í nótt hjá ríkissáttasemjara. Þá þótti tímabært að gera hlé og verður fundi framhaldið nú klukkan tólf. Engar upplýsingar fást um gang mála, en fram hefur komið að kjaradeilan er sögð afar erfið og snúin og fer fram í skugga hagræðingar hjá Icelandair, sem nú rær lífróður. Flugliðar hafa verið án kjarasamnings frá 2018. Ráðgert er að hlutafjárútboð Icelandair fari fram á tímabilinu 29. júní til 2. júlí, en fyrir þann tíma hefur félagið einseitt sér að ná samningum við alla hagaðila. Að sögn fréttamanns á staðnum var nokkur þreyta í samninganefndum eftir fundarhöld gærdagsins en ágreiningsefnum hefur þó fækkað. Samninganefndirnar vildu ekki tjá sig um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitast. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist fara vongóður inn í fund dagsins. „Við sátum lengi á fundi í gær sem dróst yfir í daginn í dag. Við vorum í sextán tíma í gær. Ég var að hrósa samninganefndunum sem eru að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu og við ætlum að halda áfram klukkan 12 í dag,“ sagði Aðalsteinn. „Þetta eru gríðarlega þungar og flóknar samningaviðræður, en samtalið er virkt – annars hefðum við ekki setið að svona lengi. Við höldum áfram núna.“ Kjaramál Icelandair Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Staðan í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair er á viðkvæmu stigi, en fundur samninganefnda lauk ekki fyrr en rétt um klukkan tvö í nótt hjá ríkissáttasemjara. Þá þótti tímabært að gera hlé og verður fundi framhaldið nú klukkan tólf. Engar upplýsingar fást um gang mála, en fram hefur komið að kjaradeilan er sögð afar erfið og snúin og fer fram í skugga hagræðingar hjá Icelandair, sem nú rær lífróður. Flugliðar hafa verið án kjarasamnings frá 2018. Ráðgert er að hlutafjárútboð Icelandair fari fram á tímabilinu 29. júní til 2. júlí, en fyrir þann tíma hefur félagið einseitt sér að ná samningum við alla hagaðila. Að sögn fréttamanns á staðnum var nokkur þreyta í samninganefndum eftir fundarhöld gærdagsins en ágreiningsefnum hefur þó fækkað. Samninganefndirnar vildu ekki tjá sig um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitast. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist fara vongóður inn í fund dagsins. „Við sátum lengi á fundi í gær sem dróst yfir í daginn í dag. Við vorum í sextán tíma í gær. Ég var að hrósa samninganefndunum sem eru að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu og við ætlum að halda áfram klukkan 12 í dag,“ sagði Aðalsteinn. „Þetta eru gríðarlega þungar og flóknar samningaviðræður, en samtalið er virkt – annars hefðum við ekki setið að svona lengi. Við höldum áfram núna.“
Kjaramál Icelandair Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira