Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 20:00 KA vann öruggan sigur í kvöld og er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vísir/Bára Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. KA tók á móti Leikni frá Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn leika í Pepsi Max deildinni en gestirnir eru deild neðar og spila í Lengjudeildinni. Var búist við jöfnum leik enda KA ekki spáð góðu gengi í sumar á meðan Leiknir gæti daðrað við að komast upp í deild þeira bestu. Annað var þó upp á teningnum í kvöld. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA mönnum yfir strax á 5. mínútu og svo lauk leiknum í raun formlega eftir hálftíma. Áður en kom af því þurfti Hallgrímur Jónasson að fara af velli vegna meiðsla í liði KA og eru það slæmar fréttir fyrir heimamenn ef hann er frá til lengri tíma en liðið er nú þegar án varnarmannsins Hauks Heiðar Haukssonar. Þegar hálftími var liðinn af leiknum rann Sólon Breki Leifsson er hann pressaði Kristijan Jajalo, markvörð KA, og endaði með því að fljúga inn í markvörðinn. Fyrir það fékk Sólon Breki sitt annað gula spjald í leiknum. Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis, var ekki sáttur með gang mála og lét Valdimar Pálsson, dómara leiksins, heyra nokkur vel valin orð. Fyrir það fékk Brynjar einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt. Klippa: Tvö rauð spjöld á sömu mínútunni Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi með löngu innköstin, Mikkel Qvist, tvöfaldaði forystu KA fyrir hálfleik og staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir áttu aldrei möguleika í þeim síðari og skoruðu heimamenn fjögur mörk. Þau gerðu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Þá skoraði Nökkvi Þeyr sitt annað mark í leiknum. Lokatölur 6-0 og KA komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Grenivík voru HK-ingar í heimsókn en gestirnir unnu stórsigur á Íslandsmeisturum KR á dögunum í Pepsi Max deildinni. Heimamenn eru líkt og Leiknir í Lengjudeildinni. Eitthvað hefur ferðalagið setið í gestunum en heimamenn komust yfir á 17. mínútu þökk sé marki Gauta Gautasonar og þannig var staðan allt fram á 68. mínútu leiksins. Þá jafnaði Birnir Snær Ingason metin og Atli Arnarson tryggði gestunum svo farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Lokatölur 2-1 HK í vil. Fótbolti Mjólkurbikarinn HK KA Tengdar fréttir KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. KA tók á móti Leikni frá Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn leika í Pepsi Max deildinni en gestirnir eru deild neðar og spila í Lengjudeildinni. Var búist við jöfnum leik enda KA ekki spáð góðu gengi í sumar á meðan Leiknir gæti daðrað við að komast upp í deild þeira bestu. Annað var þó upp á teningnum í kvöld. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA mönnum yfir strax á 5. mínútu og svo lauk leiknum í raun formlega eftir hálftíma. Áður en kom af því þurfti Hallgrímur Jónasson að fara af velli vegna meiðsla í liði KA og eru það slæmar fréttir fyrir heimamenn ef hann er frá til lengri tíma en liðið er nú þegar án varnarmannsins Hauks Heiðar Haukssonar. Þegar hálftími var liðinn af leiknum rann Sólon Breki Leifsson er hann pressaði Kristijan Jajalo, markvörð KA, og endaði með því að fljúga inn í markvörðinn. Fyrir það fékk Sólon Breki sitt annað gula spjald í leiknum. Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis, var ekki sáttur með gang mála og lét Valdimar Pálsson, dómara leiksins, heyra nokkur vel valin orð. Fyrir það fékk Brynjar einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt. Klippa: Tvö rauð spjöld á sömu mínútunni Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi með löngu innköstin, Mikkel Qvist, tvöfaldaði forystu KA fyrir hálfleik og staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir áttu aldrei möguleika í þeim síðari og skoruðu heimamenn fjögur mörk. Þau gerðu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Þá skoraði Nökkvi Þeyr sitt annað mark í leiknum. Lokatölur 6-0 og KA komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á Grenivík voru HK-ingar í heimsókn en gestirnir unnu stórsigur á Íslandsmeisturum KR á dögunum í Pepsi Max deildinni. Heimamenn eru líkt og Leiknir í Lengjudeildinni. Eitthvað hefur ferðalagið setið í gestunum en heimamenn komust yfir á 17. mínútu þökk sé marki Gauta Gautasonar og þannig var staðan allt fram á 68. mínútu leiksins. Þá jafnaði Birnir Snær Ingason metin og Atli Arnarson tryggði gestunum svo farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Lokatölur 2-1 HK í vil.
Fótbolti Mjólkurbikarinn HK KA Tengdar fréttir KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18
Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00
Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann