Hafa náð samkomulagi við Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 15:02 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Samkomulag náðist nú síðdegis við Miðflokkinn um meðferð stofnunar opinbers hlutafélags, málið sem þeir hafa hampað mjög í ræðustól Alþingis síðustu daga – og jafnvel verið sakaðir um að hafa uppi málþóf um. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að flokksmenn séu „bærilega sáttir“ við samkomulagið. „[…] og teljum að þar sé búið að ná fram ákveðnum vörnum fyrir frekari umframútgjöld úr ríkissjóði annars vegar og síðan hvað skipulagsmál varðar hins vegar, þá sérstaklega með áherslu á framtíð Sundabrautar,“ segir Bergþór. „Með þessu fær fjármálaráðherra heimild til að stofna þetta opinbera hlutafélag og þá er Bjarni Benediktsson með það verkefni í fanginu að stofna þetta nýja félag þegar hann telur tímann réttan, manna stjórn og ganga frá hluthafasamkomulagi og tryggja að verkefni séu unnin í skynsamlegri tímaröð, með sem mestri hagkvæmni og tryggja hagkvæmni ríkissjóðs með til þess bærum leiðum.“ Bergþór segir að gefið verði út framhaldsnefndarálit sem áréttar þá þætti sem samkomulagið er um. Atkvæðagreiðsla verði eftir aðra umræðu og málið síðan í framhaldinu væntanlega afgreitt með hefðbundnum hætti fyrir þinglok. Í þessu samkomulagi við Miðflokkinn felst þó ekki heildarsamkomulag um þinglok, sem enn á eftir að semja um. En eru Miðflokksmenn nú búnir í bili? „Það er ekkert búið fyrr en það er búið,“ segir Bergþór. „En allavega hvað áhyggjur okkar í Miðflokknum varðar þá hefðum við auðvitað vilja ganga miklu lengra og ná því fram að taka þessa Borgarlínunálgun í heild til endurskoðunar því við teljum að þarna sé óskynsamlega á haldið. En við teljum að með þessu sé búið að reisa ákveðnar girðingar,“ Alþingi Borgarlína Samgöngur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Samkomulag náðist nú síðdegis við Miðflokkinn um meðferð stofnunar opinbers hlutafélags, málið sem þeir hafa hampað mjög í ræðustól Alþingis síðustu daga – og jafnvel verið sakaðir um að hafa uppi málþóf um. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að flokksmenn séu „bærilega sáttir“ við samkomulagið. „[…] og teljum að þar sé búið að ná fram ákveðnum vörnum fyrir frekari umframútgjöld úr ríkissjóði annars vegar og síðan hvað skipulagsmál varðar hins vegar, þá sérstaklega með áherslu á framtíð Sundabrautar,“ segir Bergþór. „Með þessu fær fjármálaráðherra heimild til að stofna þetta opinbera hlutafélag og þá er Bjarni Benediktsson með það verkefni í fanginu að stofna þetta nýja félag þegar hann telur tímann réttan, manna stjórn og ganga frá hluthafasamkomulagi og tryggja að verkefni séu unnin í skynsamlegri tímaröð, með sem mestri hagkvæmni og tryggja hagkvæmni ríkissjóðs með til þess bærum leiðum.“ Bergþór segir að gefið verði út framhaldsnefndarálit sem áréttar þá þætti sem samkomulagið er um. Atkvæðagreiðsla verði eftir aðra umræðu og málið síðan í framhaldinu væntanlega afgreitt með hefðbundnum hætti fyrir þinglok. Í þessu samkomulagi við Miðflokkinn felst þó ekki heildarsamkomulag um þinglok, sem enn á eftir að semja um. En eru Miðflokksmenn nú búnir í bili? „Það er ekkert búið fyrr en það er búið,“ segir Bergþór. „En allavega hvað áhyggjur okkar í Miðflokknum varðar þá hefðum við auðvitað vilja ganga miklu lengra og ná því fram að taka þessa Borgarlínunálgun í heild til endurskoðunar því við teljum að þarna sé óskynsamlega á haldið. En við teljum að með þessu sé búið að reisa ákveðnar girðingar,“
Alþingi Borgarlína Samgöngur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira