Nýtt samkomulag við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna Heimsljós 25. júní 2020 15:29 Helstu áherslur samkomulagsins eru áframhaldandi samvinna og samhæfing á sviði jarðhitaverkefna í austurhluta Afríku. Utanríkisráðuneytið hefur gert nýtt samkomulag við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem unnið hefur verið að í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Helstu áherslur samkomulagsins eru áframhaldandi samvinna og samhæfing á sviði jarðhitaverkefna í austurhluta Afríku auk nýrra samstarfsverkefna á sviði landgræðslu, sjálfbærrar landnýtingar og jafnréttismála í Afríku. Samkomulagið byggir á öðru meginmarkmiða þróunarsamvinnustefnu Íslands um verndun jarðarinnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og er í beinu framhaldi af samstarfi utanríkisráðuneytisins og UNEP á sviði jarðhita síðan 2012 og undirritun viljayfirlýsingar UNEP og umhverfis- og auðlindaráðherra í september 2019. Í nýja samkomulaginu verður lögð áhersla á að nýta íslenska sérþekkingu í þróunarsamvinnu og sérfræðinga á áherslusviðum samkomulagsins, m.a. með samstarfi við Jafnréttisskóla, Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. „Umhverfismál og sjálfbærni eru leiðarljós í allri okkar þróunarsamvinnu. Við höfum um árabil miðlað af íslenskri sérþekkingu í þágu sjálfbærrar uppbyggingar í þróunarríkjunum og samningurinn við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er liður í því að efla það samstarf enn frekar," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, er ánægjulegt að sjá að landgræðsla komi nú inn í samkomulag stjórnvalda við UNEP. „Eyðing skóga og búsvæða í Afríku ógnar vistkerfum og loftslagi og þess vegna eru náttúrulegar lausnir sem felast í endurheimt tapaðra landgæða og sjálfbærri landnýtingu mikilvægur þáttur í að bæta lífsafkomu fólks og draga úr hnattrænum umhverfisbreytingum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur gert nýtt samkomulag við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem unnið hefur verið að í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Helstu áherslur samkomulagsins eru áframhaldandi samvinna og samhæfing á sviði jarðhitaverkefna í austurhluta Afríku auk nýrra samstarfsverkefna á sviði landgræðslu, sjálfbærrar landnýtingar og jafnréttismála í Afríku. Samkomulagið byggir á öðru meginmarkmiða þróunarsamvinnustefnu Íslands um verndun jarðarinnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og er í beinu framhaldi af samstarfi utanríkisráðuneytisins og UNEP á sviði jarðhita síðan 2012 og undirritun viljayfirlýsingar UNEP og umhverfis- og auðlindaráðherra í september 2019. Í nýja samkomulaginu verður lögð áhersla á að nýta íslenska sérþekkingu í þróunarsamvinnu og sérfræðinga á áherslusviðum samkomulagsins, m.a. með samstarfi við Jafnréttisskóla, Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. „Umhverfismál og sjálfbærni eru leiðarljós í allri okkar þróunarsamvinnu. Við höfum um árabil miðlað af íslenskri sérþekkingu í þágu sjálfbærrar uppbyggingar í þróunarríkjunum og samningurinn við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er liður í því að efla það samstarf enn frekar," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, er ánægjulegt að sjá að landgræðsla komi nú inn í samkomulag stjórnvalda við UNEP. „Eyðing skóga og búsvæða í Afríku ógnar vistkerfum og loftslagi og þess vegna eru náttúrulegar lausnir sem felast í endurheimt tapaðra landgæða og sjálfbærri landnýtingu mikilvægur þáttur í að bæta lífsafkomu fólks og draga úr hnattrænum umhverfisbreytingum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent