Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 16:35 Sara Björk í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. Hún verður líklega hvergi sjáanleg í úrslitaleiknum sjálfum. Stuart Franklin/Getty Images Þann 4. júlí mætast Wolfsburg og Essen í úrslitum þýsku bikarkeppninnar en svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir verði ekki í leikmannahópi Wolfsburg í leiknum. Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Wolfsburger Allegemeine verður síðasti leikur Söru Bjarkar í treyju Wolfsburg gegn Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í Bayer Leverkusen nú á sunnudag. Ástæðan er sú að samningur Söru Bjarkar við Wolfsburg rennur út á þriðjudaginn kemur, 30. júní eða fjórum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn. Nýtt félag Söru – að öllum líkindum stórlið Lyon í Frakklandi – gefur henni ekki leyfi til að spila úrslitaleikinn þar sem hún verður eflaust orðin leikmaður þeirra strax á miðvikudag, 1. júlí. Sara hefur verið orðuð við margfalda Evrópumeistara Lyon í vor en hefur ekkert viljað gefa upp. Stephen Lerch, þjálfari Wolfsburg, segir honum þyki þetta leitt að Sara missi af úrslitaleiknum þar sem hún átti sinn þátt í að koma liðinu þangað. Hann segist skilja ákvörðun nýja liðs hennar en að mannlegi þátturinn hefði mátt fá að ráða. Þannig hefði Sara átt möguleika á að enda ferilinn með bikarmeistaratitli en í stað þess þarf hún að horfa á leikinn úr stúkunni eða mögulega sófanum. Wolfsburg varð nýverið Þýskalandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Þá hefur liðið einnig landað bikarnum undanfarin þrjú ár og gæti bætt því fjórða við í byrjun næsta mánaðar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Sjá meira
Þann 4. júlí mætast Wolfsburg og Essen í úrslitum þýsku bikarkeppninnar en svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir verði ekki í leikmannahópi Wolfsburg í leiknum. Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Wolfsburger Allegemeine verður síðasti leikur Söru Bjarkar í treyju Wolfsburg gegn Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í Bayer Leverkusen nú á sunnudag. Ástæðan er sú að samningur Söru Bjarkar við Wolfsburg rennur út á þriðjudaginn kemur, 30. júní eða fjórum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn. Nýtt félag Söru – að öllum líkindum stórlið Lyon í Frakklandi – gefur henni ekki leyfi til að spila úrslitaleikinn þar sem hún verður eflaust orðin leikmaður þeirra strax á miðvikudag, 1. júlí. Sara hefur verið orðuð við margfalda Evrópumeistara Lyon í vor en hefur ekkert viljað gefa upp. Stephen Lerch, þjálfari Wolfsburg, segir honum þyki þetta leitt að Sara missi af úrslitaleiknum þar sem hún átti sinn þátt í að koma liðinu þangað. Hann segist skilja ákvörðun nýja liðs hennar en að mannlegi þátturinn hefði mátt fá að ráða. Þannig hefði Sara átt möguleika á að enda ferilinn með bikarmeistaratitli en í stað þess þarf hún að horfa á leikinn úr stúkunni eða mögulega sófanum. Wolfsburg varð nýverið Þýskalandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Þá hefur liðið einnig landað bikarnum undanfarin þrjú ár og gæti bætt því fjórða við í byrjun næsta mánaðar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Sjá meira