Hlaut lífstíðardóm fyrir að hafa kastað sex ára dreng fram af svölum Tate Modern Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 13:49 Jonty Bravery var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng niður af svölum Tate Modern listasafnsins í fyrra. AP/Met Police - Getty/Barry Lewis Átján ára gamall karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng fram af svölum á tíundu hæð Tate Modern listasafnsins í Lundúnum í fyrra. Maðurinn þarf að sitja minnst fimmtán ár í fangelsi áður en hann mun eiga möguleika á reynslulausn. Drengurinn féll niður um þrjátíu metra og slasaðist mjög alvarlega. Hann fékk blæðingu inn á heila, mæna hans varð fyrir skemmdum og hann hlaut fjölda beinbrota. Karlmaðurinn, sem ber nafnið Jonty Bravery, er sagður hafa skipulag árásina og beint spjótum sínum að ungum börnum þegar atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Upptökur úr öryggismyndavélum safnsins sýna að Bravery elti ung börn sem voru á safninu og litaðist um á svölum, að því er virðist til að gá hvernig öryggishandrið væru staðsett. Þá náðist einnig á myndband þegar drengurinn gekk í átt að Bravery, en drengurinn var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Lundúnum en þau eru frönsk. Þá sagði Deanna Heer, saksóknari í málinu, að á myndbandinu megi einnig sjá hvernig Bravery greip í drenginn, gekk með hann að handriðinu og kastaði honum yfir án þess að hika. Drengurinn féll með höfuðið á undan og lenti á svölum á fimmtu hæð. Eins og áður sagði slasaðist drengurinn alvarlega og mun hann þarfnast sólarhrings aðstoðar að minnsta kosti til ársins 2022 segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Drengurinn hefur verið í hjólastól frá atvikinu og er enn á sjúkrahúsi. Bretland England Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Átján ára gamall karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng fram af svölum á tíundu hæð Tate Modern listasafnsins í Lundúnum í fyrra. Maðurinn þarf að sitja minnst fimmtán ár í fangelsi áður en hann mun eiga möguleika á reynslulausn. Drengurinn féll niður um þrjátíu metra og slasaðist mjög alvarlega. Hann fékk blæðingu inn á heila, mæna hans varð fyrir skemmdum og hann hlaut fjölda beinbrota. Karlmaðurinn, sem ber nafnið Jonty Bravery, er sagður hafa skipulag árásina og beint spjótum sínum að ungum börnum þegar atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Upptökur úr öryggismyndavélum safnsins sýna að Bravery elti ung börn sem voru á safninu og litaðist um á svölum, að því er virðist til að gá hvernig öryggishandrið væru staðsett. Þá náðist einnig á myndband þegar drengurinn gekk í átt að Bravery, en drengurinn var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Lundúnum en þau eru frönsk. Þá sagði Deanna Heer, saksóknari í málinu, að á myndbandinu megi einnig sjá hvernig Bravery greip í drenginn, gekk með hann að handriðinu og kastaði honum yfir án þess að hika. Drengurinn féll með höfuðið á undan og lenti á svölum á fimmtu hæð. Eins og áður sagði slasaðist drengurinn alvarlega og mun hann þarfnast sólarhrings aðstoðar að minnsta kosti til ársins 2022 segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Drengurinn hefur verið í hjólastól frá atvikinu og er enn á sjúkrahúsi.
Bretland England Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira