Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2020 08:08 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Mumbai. Smituðum fer hratt fjölgandi í stórum borgum Indlands. AP/Rafiq Maqbool Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. Fastlega er búist við því að smituðum muni fjölga hratt áfram og sérfræðingar landsins telja að smitaðir verði minnst 770 til 925 þúsund fyrir 15. júlí. Indland er í fjórða sæti á lista ríkja þar sem flestir smitaðir hafa greinst. Flestir eru þeir í Bandaríkjunum, en Brasilía kemur þar á eftir og svo Rússland, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum, sem heldur utan um opinberar tölur. Minnst 15.685 hafa dáið á Indlandi. Eins og áður segir greindust 17 þúsund nýsmitaðir á síðastliðnum sólarhring. Fyrr í vikunni greindust 16 þúsund og var það met. Til að mæta þessari miklu fjölgun smitaðra hafa yfirvöld kallað út her Indlands sem á að koma upp fjölmörgum sjúkrarýmum á skömmum tíma. Meðal annars verður notast við lestir, eins og til dæmis í Delí, höfuðborg landsins þar sem tuttugu milljónir búa. Þar eru þó eingöngu 13.200 sjúkrarými og er þörf á minnst 20 þúsund til viðbótar á næstu vikum. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýsmitaðra á Indlandi Yfirvöld Indlands opinberuðu í dag að 16 þúsund nýsmitaðir af Covid-19 hafi greinst þar í landi og hefur sú tala aldrei verið hærri. Her Indlands hefur verið kallaður til til að byggja sjúkrahús í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. 24. júní 2020 11:28 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. Fastlega er búist við því að smituðum muni fjölga hratt áfram og sérfræðingar landsins telja að smitaðir verði minnst 770 til 925 þúsund fyrir 15. júlí. Indland er í fjórða sæti á lista ríkja þar sem flestir smitaðir hafa greinst. Flestir eru þeir í Bandaríkjunum, en Brasilía kemur þar á eftir og svo Rússland, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum, sem heldur utan um opinberar tölur. Minnst 15.685 hafa dáið á Indlandi. Eins og áður segir greindust 17 þúsund nýsmitaðir á síðastliðnum sólarhring. Fyrr í vikunni greindust 16 þúsund og var það met. Til að mæta þessari miklu fjölgun smitaðra hafa yfirvöld kallað út her Indlands sem á að koma upp fjölmörgum sjúkrarýmum á skömmum tíma. Meðal annars verður notast við lestir, eins og til dæmis í Delí, höfuðborg landsins þar sem tuttugu milljónir búa. Þar eru þó eingöngu 13.200 sjúkrarými og er þörf á minnst 20 þúsund til viðbótar á næstu vikum.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýsmitaðra á Indlandi Yfirvöld Indlands opinberuðu í dag að 16 þúsund nýsmitaðir af Covid-19 hafi greinst þar í landi og hefur sú tala aldrei verið hærri. Her Indlands hefur verið kallaður til til að byggja sjúkrahús í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. 24. júní 2020 11:28 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Metfjöldi nýsmitaðra á Indlandi Yfirvöld Indlands opinberuðu í dag að 16 þúsund nýsmitaðir af Covid-19 hafi greinst þar í landi og hefur sú tala aldrei verið hærri. Her Indlands hefur verið kallaður til til að byggja sjúkrahús í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. 24. júní 2020 11:28
Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent