Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 12:00 Enginn slökkvibíla Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var fullmannaður þegar útkall barst vegna bruna að Bræðraborgarstíg 1. Vísir/Vilhelm Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Allt tiltækt slökkvilið frá fjórum slökkvistöðum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um brunann. Fyrsti bílinn var kominn á staðinn mjög fljótt þar sem hann var staddur á Hringbraut í öðru verkefni þegar útkallið barst. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst í fyrradag voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Mest voru því þrír í hverjum slökkvibíl í fyrsta viðbragði brunans, í tveimur bílanna voru tveir slökkviliðsmenn og í hinum tveimur voru þrír í bíl. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir ástæðuna vera miklar annir umræddan dag. „Vandinn hjá okkur í upphafi var sá að við vorum frekar þröngt mannaðir. Það var mikið um erfið verkefni hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Þrír létust vegna brunans og nokkrir slösuðust alvarlega. Jón telur að mönnunin hafi ekki haft afgerandi áhrif enda hafi ekki verið hægt að komast inn í húsið. „En það hefði náttúrulega alltaf verið betra að hafa meira. Þetta verkefni var þannig að við vorum mjög heppin hvað lögreglan var fljót á staðinn. Lögreglan og slökkvilið vinna rosalega náið saman.“ Jón segir að í heildina hafi 49 slökkviliðsmenn komið að verkefninu þegar mest lét en fólk var kallað út af frívakt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu rannsókn á vettvangi sé enn í gangi. Henni ljúki í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann segir að lögregla hafi fengið sent gífurlegt magn af myndefni, ljósmyndum og myndböndum, frá vitnum. Hann áætlar að rannsókn málsins verði lokið eftir þrjár til fjórar vikur. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Allt tiltækt slökkvilið frá fjórum slökkvistöðum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um brunann. Fyrsti bílinn var kominn á staðinn mjög fljótt þar sem hann var staddur á Hringbraut í öðru verkefni þegar útkallið barst. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst í fyrradag voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Mest voru því þrír í hverjum slökkvibíl í fyrsta viðbragði brunans, í tveimur bílanna voru tveir slökkviliðsmenn og í hinum tveimur voru þrír í bíl. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir ástæðuna vera miklar annir umræddan dag. „Vandinn hjá okkur í upphafi var sá að við vorum frekar þröngt mannaðir. Það var mikið um erfið verkefni hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Þrír létust vegna brunans og nokkrir slösuðust alvarlega. Jón telur að mönnunin hafi ekki haft afgerandi áhrif enda hafi ekki verið hægt að komast inn í húsið. „En það hefði náttúrulega alltaf verið betra að hafa meira. Þetta verkefni var þannig að við vorum mjög heppin hvað lögreglan var fljót á staðinn. Lögreglan og slökkvilið vinna rosalega náið saman.“ Jón segir að í heildina hafi 49 slökkviliðsmenn komið að verkefninu þegar mest lét en fólk var kallað út af frívakt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu rannsókn á vettvangi sé enn í gangi. Henni ljúki í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann segir að lögregla hafi fengið sent gífurlegt magn af myndefni, ljósmyndum og myndböndum, frá vitnum. Hann áætlar að rannsókn málsins verði lokið eftir þrjár til fjórar vikur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent