„Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Atli Ísleifsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 23:25 Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson forseti á Grand hótel í kvöld. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. Þetta sé niðurstaða sem sýni og sanni að fólk hafi kunnað vel við það sem hann og Eliza hafi verið að gera á Bessastöðum síðustu fjögur ár. Þetta sagði Guðni við fréttamann Stöðvar 2 á Grand Hótel fyrr í kvöld. Hann segir að viðbrögðin séu á þann veg að hann sé fullur þakklætis og auðmýktar. „Þakka traustið sem mér virðist hafa verið sýnt í þessum kosningum. Auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur en þær gefa til kynna, myndi maður ætla, hverjar lyktirnar verða og gefa mér kraft.“ Guðni segir tölurnar ríma nokkuð vel við það sem hann átti von á. „Já, svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það. Svona miðað við hvernig kosningarnar þróuðust. Skoðanakannanir eru aldrei lokadómur, en þær voru í þessa veru miðað við fyrstu tölur þannig að þær koma mér út frá því ekki á óvart.“ Eliza segir sömuleiðis að sér líði mjög vel þær tölur sem hafi verið lesnar upp. „Ég er mjög stolt af Guðna og það er gott að vita að fólk í landinu sé ánægt með störf hans, eins og Guðni sagði, það sem við erum búin að gera á Bessastöðum. Nú getum við haldið áfram á sömu braut næstu fjögur ár.“ Þið eruð spennt að vera á Bessastöðum áfram. Hvernig leggst þetta í börnin okkar? „Það er blessunarlega þannig á Íslandi – eigum við ekki að vera sammála um það – að börn þess sem gegnir embætti forseta fá að vera í friði með sitt einkalíf og fjölskylda í heild sinni. Við fáum það líka seint fullþakkað. Það er ekkert gefið í þessum heimi. Víða úti í heimi er það þannig að þjóðhöfðingi getur ekki um frjálst höfuð strokið ef svo má segja.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. Þetta sé niðurstaða sem sýni og sanni að fólk hafi kunnað vel við það sem hann og Eliza hafi verið að gera á Bessastöðum síðustu fjögur ár. Þetta sagði Guðni við fréttamann Stöðvar 2 á Grand Hótel fyrr í kvöld. Hann segir að viðbrögðin séu á þann veg að hann sé fullur þakklætis og auðmýktar. „Þakka traustið sem mér virðist hafa verið sýnt í þessum kosningum. Auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur en þær gefa til kynna, myndi maður ætla, hverjar lyktirnar verða og gefa mér kraft.“ Guðni segir tölurnar ríma nokkuð vel við það sem hann átti von á. „Já, svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það. Svona miðað við hvernig kosningarnar þróuðust. Skoðanakannanir eru aldrei lokadómur, en þær voru í þessa veru miðað við fyrstu tölur þannig að þær koma mér út frá því ekki á óvart.“ Eliza segir sömuleiðis að sér líði mjög vel þær tölur sem hafi verið lesnar upp. „Ég er mjög stolt af Guðna og það er gott að vita að fólk í landinu sé ánægt með störf hans, eins og Guðni sagði, það sem við erum búin að gera á Bessastöðum. Nú getum við haldið áfram á sömu braut næstu fjögur ár.“ Þið eruð spennt að vera á Bessastöðum áfram. Hvernig leggst þetta í börnin okkar? „Það er blessunarlega þannig á Íslandi – eigum við ekki að vera sammála um það – að börn þess sem gegnir embætti forseta fá að vera í friði með sitt einkalíf og fjölskylda í heild sinni. Við fáum það líka seint fullþakkað. Það er ekkert gefið í þessum heimi. Víða úti í heimi er það þannig að þjóðhöfðingi getur ekki um frjálst höfuð strokið ef svo má segja.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira