Telja Dani hafa borið veiruna til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 08:15 Tómleg Kaupmannahöfn í miðjum faraldri í byrjun apríl. Anadolu Agency/getty Talið er mjög líklegt að Danir hafi borið kórónuveiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands, auk fleiri landa. Þetta kemur fram í nýrri, en þó óritrýndri, rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem danska ríkisútvarpið DR tekur til umfjöllunar á vef sínum í dag. Vísindamennirnir hafa gefið út eins konar „ættartré“ veirunnar, sem sagt er veita innsýn inn í það hvernig veiran smitast milli manna. Líkt og við mátti búast sýnir ættartréð að veiran hafi einkum borist til Danmerkur með ferðalöngum frá austurríska skíðabænum Ischgl, sem einmitt er Íslendingum kunnur fyrir sömu sakir. Tréð sýnir hins vegar einnig fram á að Danir sjálfir hafi að öllum líkindum borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar, Lettlands og fleiri landa. Haft er eftir Matthias Christandl, prófessor við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann að rannsókninni, að tiltekin stökkbreyting veirunnar sem útbreidd er í Danmörku hafi einnig greinst í umræddum löndum. Hann segir að stökkbreytingin hafi þannig líklega orðið í Danmörku og síðar borist til hinna landanna. Hægt hefur verið að rekja veiruna á Íslandi með nokkurri vissu til tiltekinna landa. Þannig hefur komið fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að veiran hafi einkum borist til Íslands með íslenskum ferðamönnum er þeir sneru heim frá skíðasvæðum í Evrópu í febrúar og mars. Þá hefur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gefið það út að nokkrir einstaklingar hafi líklega smitast af tiltekinni stökkbreytingu veirunnar á fótboltaleik á Englandi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Talið er mjög líklegt að Danir hafi borið kórónuveiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands, auk fleiri landa. Þetta kemur fram í nýrri, en þó óritrýndri, rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem danska ríkisútvarpið DR tekur til umfjöllunar á vef sínum í dag. Vísindamennirnir hafa gefið út eins konar „ættartré“ veirunnar, sem sagt er veita innsýn inn í það hvernig veiran smitast milli manna. Líkt og við mátti búast sýnir ættartréð að veiran hafi einkum borist til Danmerkur með ferðalöngum frá austurríska skíðabænum Ischgl, sem einmitt er Íslendingum kunnur fyrir sömu sakir. Tréð sýnir hins vegar einnig fram á að Danir sjálfir hafi að öllum líkindum borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar, Lettlands og fleiri landa. Haft er eftir Matthias Christandl, prófessor við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann að rannsókninni, að tiltekin stökkbreyting veirunnar sem útbreidd er í Danmörku hafi einnig greinst í umræddum löndum. Hann segir að stökkbreytingin hafi þannig líklega orðið í Danmörku og síðar borist til hinna landanna. Hægt hefur verið að rekja veiruna á Íslandi með nokkurri vissu til tiltekinna landa. Þannig hefur komið fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að veiran hafi einkum borist til Íslands með íslenskum ferðamönnum er þeir sneru heim frá skíðasvæðum í Evrópu í febrúar og mars. Þá hefur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gefið það út að nokkrir einstaklingar hafi líklega smitast af tiltekinni stökkbreytingu veirunnar á fótboltaleik á Englandi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12
Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31
Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“