Græningjar unnu sigra í frönsku sveitarstjórnarkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 08:49 Anne Hidalgo hefur gengt embætti borgarstjóra Parísar frá árinu 2014 og mun gera það áfram. EPA Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Frakklandi í gær þar sem kjörsókn reyndist lítil en stjórnarandstöðuflokkar unnu víða sigra. Græningjaflokkum gekk sérstaklega vel, en hægri popúlistaflokkurinn Þjóðfylkingin vann einnig sigur í stóru sveitarfélagi. Sósíalistinn Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, verður áfram borgarstjóri og sagði kjósendur hafa greitt atkvæði með voninni og þeirri vegferð að gera París að borg sem „andi“ og að borg þar sem gott sé að búa í og enginn sé skilinn útundan. Hidalgo hefur stýrt borginni frá árinu 2014 og vakið athygli fyrir stefnu sína, sér í lagi í umhverfismálum. Hún hefur unnið markvisst að því að takmarka bílaumferð miðsvæðis í borginni. BBC segir frá því að græningjaflokkar hafi unnið mikla og nokkuð óvænta sigra meðal annars í stórborgunum Marseille, Lyon, Besançon, Nancy, Bordeaux og Strasbourg. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fór síðari umferð kosninganna fram heilum þremur mánuðum eftir þá fyrri og reyndist kjörsóknin nú lág, eða 40 prósent og hefur aldrei verið minni. LREM, flokkur Emmanuel Macron forseta, tókst ekki að vinna sigur í nokkurri stórborg, en vitað var að flokkurinn nýtur ekki nærri því eins mikilla vinsælda á sveitarstjórnarstigi og hann gerir á landsvísu. Þá vakti athygli að fulltrúi Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, vann sigur í stóru sveitarfélagi – Perpignan í suðurhluta landsins, með sína 120 þúsund íbúa. Er þetta í fyrsta inn í tvo áratugi sem flokkurinn vinnur sigur í sveitarfélagi með yfir 100 þúsund íbúa. Frakkland Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Frakklandi í gær þar sem kjörsókn reyndist lítil en stjórnarandstöðuflokkar unnu víða sigra. Græningjaflokkum gekk sérstaklega vel, en hægri popúlistaflokkurinn Þjóðfylkingin vann einnig sigur í stóru sveitarfélagi. Sósíalistinn Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, verður áfram borgarstjóri og sagði kjósendur hafa greitt atkvæði með voninni og þeirri vegferð að gera París að borg sem „andi“ og að borg þar sem gott sé að búa í og enginn sé skilinn útundan. Hidalgo hefur stýrt borginni frá árinu 2014 og vakið athygli fyrir stefnu sína, sér í lagi í umhverfismálum. Hún hefur unnið markvisst að því að takmarka bílaumferð miðsvæðis í borginni. BBC segir frá því að græningjaflokkar hafi unnið mikla og nokkuð óvænta sigra meðal annars í stórborgunum Marseille, Lyon, Besançon, Nancy, Bordeaux og Strasbourg. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fór síðari umferð kosninganna fram heilum þremur mánuðum eftir þá fyrri og reyndist kjörsóknin nú lág, eða 40 prósent og hefur aldrei verið minni. LREM, flokkur Emmanuel Macron forseta, tókst ekki að vinna sigur í nokkurri stórborg, en vitað var að flokkurinn nýtur ekki nærri því eins mikilla vinsælda á sveitarstjórnarstigi og hann gerir á landsvísu. Þá vakti athygli að fulltrúi Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, vann sigur í stóru sveitarfélagi – Perpignan í suðurhluta landsins, með sína 120 þúsund íbúa. Er þetta í fyrsta inn í tvo áratugi sem flokkurinn vinnur sigur í sveitarfélagi með yfir 100 þúsund íbúa.
Frakkland Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira