Björk heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. júní 2020 11:01 Björk Guðmundsdóttir á sviði í Stokkhólmi. Getty/Santiago Felipe Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar. Tónleikarnir verða „unplugged“ eða án slagverks og eletróníku. „Mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum.“ Björk mun halda þrenna eftirmiðdagstónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst í samstarfi við Iceland Airwaves. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá. Samhliða tónleikunum fer fram söfnun til styrktar Kvennaathvarfinu og boðið verður líka upp á veitingar til styrktar Kvennaathvarfsins eftir tónleikana. „mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum. vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað.“ Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. Hér er sömuleiðis verið að halda uppá að Ísland sé opið á ný eftir COVID-19 faraldurinn. Tónleikarnir munu fara fram með áheyrendum dagana 9., 15. og 23. ágúst. Björk mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri gestum. Stjórnandi verður Bjarni Frímann. Almenn sala á öllum þremur tónleikum hefst föstudaginn 3. júlí kl. 10 en nánari upplýsingar má finna á vef Hörpu. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu söngkonunnar í heild sinni. kæru íslendingar mig langar til að bjóða ykkur upp á tónleika mig langar til að fagna þess að við erum komin út úr alla vega fyrsta stigi kórónu-faraldursins og halda upp á hversu mörgum íslenskum tónlistarmönnum ég hef unnið með í gegnum tíðina ég tók næstum allar plöturnar mínar með hljóðfæraleikurum héðanfrá homogenic með íslenskum strengjaoktett medúllu með schola cantorum , íslenskum blönduðum kór voltu með 10 brass-stelpum sem ég fann um allt land og þær síðan formuðu wonderbrass bíófílíu með langholtskirkju kvennakór graduale nobili vúlnikúru með 15 manna strengjasveit útópíu með 12 flautuleikurum sem síðan stofnuðu flautuseptettinn viibra kornukópíu með hamrahlíðarkór stjórnuðum af þorgerði ingólfsdóttur svo spiluðum við öll á tónleikum þvers og kurs um kringum hnöttinn samtals eru þetta yfir hundrað manns !! mig langar til að halda helgar tónleika í hörpu í ágúst þeir verða "unplugged" eða án slagverks og eletróníku með sinfóníu hljómsveit íslands og fleiri gestum mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum fyrirgefið að troða þessu inn eða ekki ... ? tónleikarnir verða klukkan 5 og fólki boðið upp á veitingar eftir tónleikana til styrktar kvennaathvarfsins mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum . vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað ég hlakka til að sjá ykkur mikil ást birkið Tónlist Harpa Björk Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar. Tónleikarnir verða „unplugged“ eða án slagverks og eletróníku. „Mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum.“ Björk mun halda þrenna eftirmiðdagstónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst í samstarfi við Iceland Airwaves. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá. Samhliða tónleikunum fer fram söfnun til styrktar Kvennaathvarfinu og boðið verður líka upp á veitingar til styrktar Kvennaathvarfsins eftir tónleikana. „mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum. vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað.“ Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. Hér er sömuleiðis verið að halda uppá að Ísland sé opið á ný eftir COVID-19 faraldurinn. Tónleikarnir munu fara fram með áheyrendum dagana 9., 15. og 23. ágúst. Björk mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri gestum. Stjórnandi verður Bjarni Frímann. Almenn sala á öllum þremur tónleikum hefst föstudaginn 3. júlí kl. 10 en nánari upplýsingar má finna á vef Hörpu. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu söngkonunnar í heild sinni. kæru íslendingar mig langar til að bjóða ykkur upp á tónleika mig langar til að fagna þess að við erum komin út úr alla vega fyrsta stigi kórónu-faraldursins og halda upp á hversu mörgum íslenskum tónlistarmönnum ég hef unnið með í gegnum tíðina ég tók næstum allar plöturnar mínar með hljóðfæraleikurum héðanfrá homogenic með íslenskum strengjaoktett medúllu með schola cantorum , íslenskum blönduðum kór voltu með 10 brass-stelpum sem ég fann um allt land og þær síðan formuðu wonderbrass bíófílíu með langholtskirkju kvennakór graduale nobili vúlnikúru með 15 manna strengjasveit útópíu með 12 flautuleikurum sem síðan stofnuðu flautuseptettinn viibra kornukópíu með hamrahlíðarkór stjórnuðum af þorgerði ingólfsdóttur svo spiluðum við öll á tónleikum þvers og kurs um kringum hnöttinn samtals eru þetta yfir hundrað manns !! mig langar til að halda helgar tónleika í hörpu í ágúst þeir verða "unplugged" eða án slagverks og eletróníku með sinfóníu hljómsveit íslands og fleiri gestum mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum fyrirgefið að troða þessu inn eða ekki ... ? tónleikarnir verða klukkan 5 og fólki boðið upp á veitingar eftir tónleikana til styrktar kvennaathvarfsins mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum . vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað ég hlakka til að sjá ykkur mikil ást birkið
Tónlist Harpa Björk Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira