Fjörug lestarferð Martins og félaga til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 14:00 Martin og félagar á lestarstöðinni í Berlín. vísir/getty Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin urðu Þýskalandsmeistarar eftir sigur á Riesen Ludwigsburg í gær, 74-75. Tímabilið 2019-20 var frábært hjá Martin og Alba Berlin en liðið vann tvöfalt í Þýskalandi. Í fyrra var þessu öfugt farið; liðið komst í þrjá úrslitaleiki en tapaði þeim öllum. „Þetta var virkilega sætt, sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þar sem maður fékk silfurpening um hálsinn og þurfti að horfa á hitt liðið lyfta bikarnum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í dag. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn.“ Langri bið Alba Berlin eftir því að verða Þýskalandsmeistari lauk í gær.getty/Christof Stache Alba Berlin var í afar góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleikinn á föstudaginn sem liðið vann með 23 stigum, 88-65. „Við vorum með gott forskot fyrir leikinn og kláruðum þetta nokkuð þægilega. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en eftir nokkur ár mun enginn skoða hvernig þessi leikur var. Titilinn kom í hús og það skipti öllu máli,“ sagði Martin sem skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Alba Berlin myndi missa forskotið úr fyrri leiknum niður í þeim seinni. „Við vissum að við værum með miklu betra lið og ef við myndum spila af eðlilegri getu ætti þetta að vera nokkuð þægilegt. En auðvitað var smá fiðringur fyrir leik. Við þurftum að vera á tánum og skiluðum flottu dagsverki,“ sagði Martin. Eftir leikinn í München í gær tók við fjögurra tíma lestrarferð til Berlínar. Hún var í fjörugari kantinum. „Ég vil bara biðja fólkið sem var í lestinni á sama tíma afsökunar. Það vildi kannski bara eiga rólegan sunnudagslestartúr. Það voru smá læti um borð,“ sagði Martin. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Alba Berlin hittast svo í kvöld til að fagna níunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það var fjör á lestarstöðinni í Berlín eftir að leikmenn Alba Berlin sneru heim með bikarinn.vísir/getty Eins og áður sagði lenti Alba Berlin í 2. sæti í öllum keppnum á síðasta tímabili; í þýsku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og EuroCup. Martin segir að það hafi munað miklu fyrir Alba Berlin að fá Svíann Marcus Eriksson fyrir tímabilið. „Hann er þriggja stiga skytta sem við þurftum á síðasta tímabili. En það fer ekkert á milli mála að við vorum með langbesta liðið í vetur,“ sagði Martin að lokum. Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin urðu Þýskalandsmeistarar eftir sigur á Riesen Ludwigsburg í gær, 74-75. Tímabilið 2019-20 var frábært hjá Martin og Alba Berlin en liðið vann tvöfalt í Þýskalandi. Í fyrra var þessu öfugt farið; liðið komst í þrjá úrslitaleiki en tapaði þeim öllum. „Þetta var virkilega sætt, sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þar sem maður fékk silfurpening um hálsinn og þurfti að horfa á hitt liðið lyfta bikarnum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í dag. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn.“ Langri bið Alba Berlin eftir því að verða Þýskalandsmeistari lauk í gær.getty/Christof Stache Alba Berlin var í afar góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleikinn á föstudaginn sem liðið vann með 23 stigum, 88-65. „Við vorum með gott forskot fyrir leikinn og kláruðum þetta nokkuð þægilega. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en eftir nokkur ár mun enginn skoða hvernig þessi leikur var. Titilinn kom í hús og það skipti öllu máli,“ sagði Martin sem skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Alba Berlin myndi missa forskotið úr fyrri leiknum niður í þeim seinni. „Við vissum að við værum með miklu betra lið og ef við myndum spila af eðlilegri getu ætti þetta að vera nokkuð þægilegt. En auðvitað var smá fiðringur fyrir leik. Við þurftum að vera á tánum og skiluðum flottu dagsverki,“ sagði Martin. Eftir leikinn í München í gær tók við fjögurra tíma lestrarferð til Berlínar. Hún var í fjörugari kantinum. „Ég vil bara biðja fólkið sem var í lestinni á sama tíma afsökunar. Það vildi kannski bara eiga rólegan sunnudagslestartúr. Það voru smá læti um borð,“ sagði Martin. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Alba Berlin hittast svo í kvöld til að fagna níunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það var fjör á lestarstöðinni í Berlín eftir að leikmenn Alba Berlin sneru heim með bikarinn.vísir/getty Eins og áður sagði lenti Alba Berlin í 2. sæti í öllum keppnum á síðasta tímabili; í þýsku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og EuroCup. Martin segir að það hafi munað miklu fyrir Alba Berlin að fá Svíann Marcus Eriksson fyrir tímabilið. „Hann er þriggja stiga skytta sem við þurftum á síðasta tímabili. En það fer ekkert á milli mála að við vorum með langbesta liðið í vetur,“ sagði Martin að lokum.
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37
Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30