Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2020 17:57 Borgin hefur innheimt innviðagjöld vegna uppbyggingar nýrra hverfa. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endurgreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg gerði samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Sérverk keypti lóðaréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. Um prófmál var að ræða en í haust var greint frá því að stór hópur verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins stæði að málarekstri gegn borginni, þar sem fyrirtækin og samtökin töldu lagalega óvissa ríkja um lögmæti innheimtu borgarinnar á innviðagjöldum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Verktakafyrirtækið Sérverk tók að sér að formlega stefna borginni í málinu sem dæmt var í fyrir helgi. Aðalkrafa fyrirtækisins var sú að Reykjavíkurborg yrði dæmt til að endugreiða rétt rúmlega 120 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í innviðagjöld í tengslum við uppbyggingu félagsins í Vogabyggð. Til vara krafðist fyrirtækið að innviðagjald sem fyrirtækið greiddi vegna lóðar í Voðabyggð yrði dæmt ólöglegt að því leyti sem því var ráðstafað til lögbundinna verkefna Reykjavíkurborgar sem ættu að vera fullfjármögnuð með mörkuðum tekjustofnum borgarinnar. Reykjavíkurborg krafðist hins vegar sýknu í málinu. Sem fyrr segir var dómur í málinu kveðinn upp fyrir helgi og hafnaði héraðsdómur kröfu Sérverks um endurgreiðslu fjárhæðarinnar á grundvelli reglna um endurgreiðslu oftekinna skatta. Ekki var fallist á málsástæður fyrirtækisins sem byggðu á því að umdeild greiðsla væri skattur eða ígildi skatts, sem ekki ætti sér stoð í lögum. Niðurstaða dómsins var sú að greiðsluskyldan hvíldi á gagnkvæmum samningi og væri ekki skattur. Því var jafnframt hafnað að borginni væri óheimilt að ráðstafa greiðslunni til lögbundinna verkefna sinna eða verkefna sem í lögum væri markaður sérstakur tekjustofn. Ennfremur var því hafnað að forsendur samningsákvæðisins byggði á ómálefnalegum eða ólögmætum sjónarmiðum sem og þeim málsástæðum að samningurinn bryti í bága við reglu stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf. Þar að auki þarf Sérverk að greiða Reykjavíkurborg 1,9 milljónir í málkostnað vegna málsins. Dómsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endurgreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg gerði samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Sérverk keypti lóðaréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. Um prófmál var að ræða en í haust var greint frá því að stór hópur verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins stæði að málarekstri gegn borginni, þar sem fyrirtækin og samtökin töldu lagalega óvissa ríkja um lögmæti innheimtu borgarinnar á innviðagjöldum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Verktakafyrirtækið Sérverk tók að sér að formlega stefna borginni í málinu sem dæmt var í fyrir helgi. Aðalkrafa fyrirtækisins var sú að Reykjavíkurborg yrði dæmt til að endugreiða rétt rúmlega 120 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í innviðagjöld í tengslum við uppbyggingu félagsins í Vogabyggð. Til vara krafðist fyrirtækið að innviðagjald sem fyrirtækið greiddi vegna lóðar í Voðabyggð yrði dæmt ólöglegt að því leyti sem því var ráðstafað til lögbundinna verkefna Reykjavíkurborgar sem ættu að vera fullfjármögnuð með mörkuðum tekjustofnum borgarinnar. Reykjavíkurborg krafðist hins vegar sýknu í málinu. Sem fyrr segir var dómur í málinu kveðinn upp fyrir helgi og hafnaði héraðsdómur kröfu Sérverks um endurgreiðslu fjárhæðarinnar á grundvelli reglna um endurgreiðslu oftekinna skatta. Ekki var fallist á málsástæður fyrirtækisins sem byggðu á því að umdeild greiðsla væri skattur eða ígildi skatts, sem ekki ætti sér stoð í lögum. Niðurstaða dómsins var sú að greiðsluskyldan hvíldi á gagnkvæmum samningi og væri ekki skattur. Því var jafnframt hafnað að borginni væri óheimilt að ráðstafa greiðslunni til lögbundinna verkefna sinna eða verkefna sem í lögum væri markaður sérstakur tekjustofn. Ennfremur var því hafnað að forsendur samningsákvæðisins byggði á ómálefnalegum eða ólögmætum sjónarmiðum sem og þeim málsástæðum að samningurinn bryti í bága við reglu stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf. Þar að auki þarf Sérverk að greiða Reykjavíkurborg 1,9 milljónir í málkostnað vegna málsins.
Dómsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira