Fótbrotið sem markar lok ferilsins: „Fórum báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2020 13:03 Helgi Valur Daníelsson fluttur fótbrotinn af velli í gær. vísir/vilhelm „Það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur,“ segir Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í fótbolta og elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar, sem fjórfótbrotnaði í sigrinum á Gróttu í gær. Helgi Valur verður 39 ára í næsta mánuði en hefur verið lykilmaður í Fylkisliðinu og átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann tók sér þrjú ár í hlé frá fótbolta eftir langan atvinnumannsferil og sneri svo aftur í boltann með Fylki 2018. Helgi hefur því áður synt á móti straumnum og komist í land, en viðurkennir að í dag sé erfitt að sjá að hann spili aftur fótbolta í efstu deild. Hann verði þó áfram viðloðandi Fylkisliðið, að minnsta kosti á þessu tímabili. „Ég sagði við Óla [Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara] að ég gæti verið aðstoðarmaður aðstoðarmanns,“ segir Helgi Valur léttur, en bætir við: „Vonandi get ég verið áfram í kringum þetta. Þó svo að maður spili ekki aftur þá vill maður líka koma sér í stand og ég geri það í gegnum Fylki.“ Helgi Valur segir ekki hægt að kenna of stuttu undirbúningstímabili eða öðru en óheppni um meiðslin. Hér að neðan má sjá þegar hann meiddist. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Helgi Valur fótbrotnaði gegn Gróttu „Ég held að boltinn hafi verið akkúrat á milli. Við fórum bara báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig. Þetta var bara tækling sem ég hef ekki áður farið í eða lent í. Þetta var bara óheppni. Maður gleymdi sér í mómentinu og ætlaði að vinna boltann. Maður getur ekki kennt æfingum eða undirlagi vallarins eða öðru um þetta,“ segir Helgi Valur. „Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður eftir aðgerðina, hversu lengi það tekur að jafna sig. Ég er lítið að pæla í því akkúrat núna. Vonandi eru þetta 3-4 mánuðir en það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur.“ Vona innilega að Helgi Valur sé ekki illa meiddur. Mikilvægur fyrir Fylki og miklvægur fyrir íslenska knattspyrnu. Gæi sem gefur af sér til ungra leikmanna og þeir missa af mikilvægum skóla ef þeir missa hann. Mest af öllu er hann toppmaður og á allt gott skilið— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) June 29, 2020 Helgi Valur, sem á að baki 33 A-landsleiki, skoraði fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra og sýndi að eftir langt hlé frá fótboltanum átti hann enn nóg inni. Hann kveðst þakklátur fyrir síðasta ár sem nú lítur út fyrir að hafi verið hans síðasta heila tímabil. „Það var fínt að ég hélst heill í fyrra og spilaði megnið af leikjunum. Þó að gengi liðsins væri erfitt þá naut ég þess að spila, og það var gaman að skora nokkur mörk og svona. Það er mest svekkjandi núna að hafa lagt svona mikið á sig í vetur og vera kominn á fullu inn í þetta. Þegar ég kom fyrst aftur 2018 sleit ég einhverja festingu í lærinu og píndi mig í raun bara áfram það tímabil, en svo náði ég alla vega einu fínu tímabili í fyrra sem ég er þakklátur fyrir.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur,“ segir Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í fótbolta og elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar, sem fjórfótbrotnaði í sigrinum á Gróttu í gær. Helgi Valur verður 39 ára í næsta mánuði en hefur verið lykilmaður í Fylkisliðinu og átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann tók sér þrjú ár í hlé frá fótbolta eftir langan atvinnumannsferil og sneri svo aftur í boltann með Fylki 2018. Helgi hefur því áður synt á móti straumnum og komist í land, en viðurkennir að í dag sé erfitt að sjá að hann spili aftur fótbolta í efstu deild. Hann verði þó áfram viðloðandi Fylkisliðið, að minnsta kosti á þessu tímabili. „Ég sagði við Óla [Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara] að ég gæti verið aðstoðarmaður aðstoðarmanns,“ segir Helgi Valur léttur, en bætir við: „Vonandi get ég verið áfram í kringum þetta. Þó svo að maður spili ekki aftur þá vill maður líka koma sér í stand og ég geri það í gegnum Fylki.“ Helgi Valur segir ekki hægt að kenna of stuttu undirbúningstímabili eða öðru en óheppni um meiðslin. Hér að neðan má sjá þegar hann meiddist. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Helgi Valur fótbrotnaði gegn Gróttu „Ég held að boltinn hafi verið akkúrat á milli. Við fórum bara báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig. Þetta var bara tækling sem ég hef ekki áður farið í eða lent í. Þetta var bara óheppni. Maður gleymdi sér í mómentinu og ætlaði að vinna boltann. Maður getur ekki kennt æfingum eða undirlagi vallarins eða öðru um þetta,“ segir Helgi Valur. „Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður eftir aðgerðina, hversu lengi það tekur að jafna sig. Ég er lítið að pæla í því akkúrat núna. Vonandi eru þetta 3-4 mánuðir en það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur.“ Vona innilega að Helgi Valur sé ekki illa meiddur. Mikilvægur fyrir Fylki og miklvægur fyrir íslenska knattspyrnu. Gæi sem gefur af sér til ungra leikmanna og þeir missa af mikilvægum skóla ef þeir missa hann. Mest af öllu er hann toppmaður og á allt gott skilið— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) June 29, 2020 Helgi Valur, sem á að baki 33 A-landsleiki, skoraði fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra og sýndi að eftir langt hlé frá fótboltanum átti hann enn nóg inni. Hann kveðst þakklátur fyrir síðasta ár sem nú lítur út fyrir að hafi verið hans síðasta heila tímabil. „Það var fínt að ég hélst heill í fyrra og spilaði megnið af leikjunum. Þó að gengi liðsins væri erfitt þá naut ég þess að spila, og það var gaman að skora nokkur mörk og svona. Það er mest svekkjandi núna að hafa lagt svona mikið á sig í vetur og vera kominn á fullu inn í þetta. Þegar ég kom fyrst aftur 2018 sleit ég einhverja festingu í lærinu og píndi mig í raun bara áfram það tímabil, en svo náði ég alla vega einu fínu tímabili í fyrra sem ég er þakklátur fyrir.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35