Sport

Haf­þór Júlíus steig á vigtina og skellti upp úr

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hafþór Júlíus tekur vel á því þessa daganna.
Hafþór Júlíus tekur vel á því þessa daganna. mynd/skjáskot

Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, heldur áfram að taka vel á því í ræktinni en hann ætlar sér að verða sterkasti maður Íslands í tíunda sinn í sumar.

Hafþór Júlíus er að taka þátt í keppninni í tíunda sinn en hann heldur áfram að æfa vel og birta myndbönd af því á YouTube-síðu sinni, Hafthor Bjornsson.

Hafþór æfir í æfingasal sínum á Dalveginum í Kópavogi en hann er þar meðal annars að bera þunga poka, labba dauðagöngu svokallaða en hann hefur unnið keppnina níu ár í röð.

Undir lok myndbandsins segir Hafþór frá því að hann geti bara tapað þessu ef hann meiðist. Hann þekkir sína styrkleika og veikleika og er hann mjög sigurviss.

Hann er ekki bara að undirbúa sig undir sterkasti maður Íslands í sumar því hann er líklega með annað augað á bardaganum við Eddie Hall sem fer fram í október á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×