Síbrotakona þóttist vera systir sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 08:37 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Gunnarsson Kona um þrítugt hefur verið dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekið próflaus og undir áhrifum vímuefna. Þar að auki reyndi hún að klína brotunum á systur sína, sem varðar við almenn hegningarlög. Konan var tvívegis stöðvuð við akstur í fyrra, í mars og í september, án þess þó að vera með gild ökuréttindi. Er hún sögð hafa verið óhæf til að stýra bifreið sinni því við sýnatöku hafi fundist fíkniefni í blóði hennar. Í báðum tilfellum hafði konan neytt amfetamíns og kókaíns fyrir aksturinn, auk þess sem hún hafði innbyrt klónazepam áður en hún settist undir stýrið í mars og metýlfenídat fyrir aksturinn í september. Í síðara skiptið gerði lögreglan jafnframt athugasemd við það að konan hafi ekið bifreið sinni án þess að nota sérstakan öryggisbúnað fyrir barn sem var í bifreiðinni. Konan játaði vímuefnaaksturinn skýlaust, sem og að hafa logið að lögregluþjónunum sem stöðvuðu hana í mars. Þegar þeir báðu hana um nafn og kennitölu þóttist konan vera systir sín og gaf upp upplýsingarnar hennar. Lygarnar brjóta í bága við grein í hegningarlögum um falskar sakagiftir. Greinin kveður á um að hver sá „sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta fangelsi allt að 10 árum.“ Konan gekkst við brotum sínum sem fyrr segir en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hún eigi sér langan sakaferil að baki. Hún hafi þannig sjö sinnum verið ákærð fyrir að aka án ökuréttinda og sex sinnum fyrir að aka undir áhrifum. Með brotum sínum í fyrra hafi hún jafnframt rofið skilyrði reynslulausnar til tveggja ára, sem henni var veitt þann 19. maí 2018. Konunni var því gert að sæta fangelsi í 21 mánuð og ævilöng ökuréttarsvipting hennar áréttuð. Dómsmál Samgöngur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Kona um þrítugt hefur verið dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekið próflaus og undir áhrifum vímuefna. Þar að auki reyndi hún að klína brotunum á systur sína, sem varðar við almenn hegningarlög. Konan var tvívegis stöðvuð við akstur í fyrra, í mars og í september, án þess þó að vera með gild ökuréttindi. Er hún sögð hafa verið óhæf til að stýra bifreið sinni því við sýnatöku hafi fundist fíkniefni í blóði hennar. Í báðum tilfellum hafði konan neytt amfetamíns og kókaíns fyrir aksturinn, auk þess sem hún hafði innbyrt klónazepam áður en hún settist undir stýrið í mars og metýlfenídat fyrir aksturinn í september. Í síðara skiptið gerði lögreglan jafnframt athugasemd við það að konan hafi ekið bifreið sinni án þess að nota sérstakan öryggisbúnað fyrir barn sem var í bifreiðinni. Konan játaði vímuefnaaksturinn skýlaust, sem og að hafa logið að lögregluþjónunum sem stöðvuðu hana í mars. Þegar þeir báðu hana um nafn og kennitölu þóttist konan vera systir sín og gaf upp upplýsingarnar hennar. Lygarnar brjóta í bága við grein í hegningarlögum um falskar sakagiftir. Greinin kveður á um að hver sá „sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta fangelsi allt að 10 árum.“ Konan gekkst við brotum sínum sem fyrr segir en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hún eigi sér langan sakaferil að baki. Hún hafi þannig sjö sinnum verið ákærð fyrir að aka án ökuréttinda og sex sinnum fyrir að aka undir áhrifum. Með brotum sínum í fyrra hafi hún jafnframt rofið skilyrði reynslulausnar til tveggja ára, sem henni var veitt þann 19. maí 2018. Konunni var því gert að sæta fangelsi í 21 mánuð og ævilöng ökuréttarsvipting hennar áréttuð.
Dómsmál Samgöngur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira