Síbrotakona þóttist vera systir sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 08:37 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Gunnarsson Kona um þrítugt hefur verið dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekið próflaus og undir áhrifum vímuefna. Þar að auki reyndi hún að klína brotunum á systur sína, sem varðar við almenn hegningarlög. Konan var tvívegis stöðvuð við akstur í fyrra, í mars og í september, án þess þó að vera með gild ökuréttindi. Er hún sögð hafa verið óhæf til að stýra bifreið sinni því við sýnatöku hafi fundist fíkniefni í blóði hennar. Í báðum tilfellum hafði konan neytt amfetamíns og kókaíns fyrir aksturinn, auk þess sem hún hafði innbyrt klónazepam áður en hún settist undir stýrið í mars og metýlfenídat fyrir aksturinn í september. Í síðara skiptið gerði lögreglan jafnframt athugasemd við það að konan hafi ekið bifreið sinni án þess að nota sérstakan öryggisbúnað fyrir barn sem var í bifreiðinni. Konan játaði vímuefnaaksturinn skýlaust, sem og að hafa logið að lögregluþjónunum sem stöðvuðu hana í mars. Þegar þeir báðu hana um nafn og kennitölu þóttist konan vera systir sín og gaf upp upplýsingarnar hennar. Lygarnar brjóta í bága við grein í hegningarlögum um falskar sakagiftir. Greinin kveður á um að hver sá „sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta fangelsi allt að 10 árum.“ Konan gekkst við brotum sínum sem fyrr segir en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hún eigi sér langan sakaferil að baki. Hún hafi þannig sjö sinnum verið ákærð fyrir að aka án ökuréttinda og sex sinnum fyrir að aka undir áhrifum. Með brotum sínum í fyrra hafi hún jafnframt rofið skilyrði reynslulausnar til tveggja ára, sem henni var veitt þann 19. maí 2018. Konunni var því gert að sæta fangelsi í 21 mánuð og ævilöng ökuréttarsvipting hennar áréttuð. Dómsmál Samgöngur Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Kona um þrítugt hefur verið dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekið próflaus og undir áhrifum vímuefna. Þar að auki reyndi hún að klína brotunum á systur sína, sem varðar við almenn hegningarlög. Konan var tvívegis stöðvuð við akstur í fyrra, í mars og í september, án þess þó að vera með gild ökuréttindi. Er hún sögð hafa verið óhæf til að stýra bifreið sinni því við sýnatöku hafi fundist fíkniefni í blóði hennar. Í báðum tilfellum hafði konan neytt amfetamíns og kókaíns fyrir aksturinn, auk þess sem hún hafði innbyrt klónazepam áður en hún settist undir stýrið í mars og metýlfenídat fyrir aksturinn í september. Í síðara skiptið gerði lögreglan jafnframt athugasemd við það að konan hafi ekið bifreið sinni án þess að nota sérstakan öryggisbúnað fyrir barn sem var í bifreiðinni. Konan játaði vímuefnaaksturinn skýlaust, sem og að hafa logið að lögregluþjónunum sem stöðvuðu hana í mars. Þegar þeir báðu hana um nafn og kennitölu þóttist konan vera systir sín og gaf upp upplýsingarnar hennar. Lygarnar brjóta í bága við grein í hegningarlögum um falskar sakagiftir. Greinin kveður á um að hver sá „sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta fangelsi allt að 10 árum.“ Konan gekkst við brotum sínum sem fyrr segir en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hún eigi sér langan sakaferil að baki. Hún hafi þannig sjö sinnum verið ákærð fyrir að aka án ökuréttinda og sex sinnum fyrir að aka undir áhrifum. Með brotum sínum í fyrra hafi hún jafnframt rofið skilyrði reynslulausnar til tveggja ára, sem henni var veitt þann 19. maí 2018. Konunni var því gert að sæta fangelsi í 21 mánuð og ævilöng ökuréttarsvipting hennar áréttuð.
Dómsmál Samgöngur Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira