Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2020 20:00 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með þrjátíu prósenta hlut í félaginu sem mun starfa sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið streymisveitu Storytel á Íslandi. „Hvernig er hljóðið í rithöfundum varðandi þessa breytingu? Auðvitað kemur þetta höfundum og mörgum á óvart. En ég held og hef heyrt að þegar við höfum útskýrt fyrir þeim hvaða breytingar þetta hefur í för með sér þá sjá allir tækifæri í þessu,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir jafnframt að breyting á eignarhaldi muni í engum tilfellum hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra rithöfunda. Stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins tekur í sama streng. „Það eru í gildi samningar milli félags bókaútgefanda og rithöfundasambands íslands og Forlagið sem fyrirtæki óháð eignarhaldi ber ábyrgð á að þeir samningar séu efndir,“ sagði Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. „Það hefur ekki verið neitt launungarmál að sala á prentuðum bókum hérlendis jafnt og erlendis dregist verulega saman. Hins vegar hefur sala á stafrænum bókum nánast alls staðar annars staðar á nágrannalöndunum aukist verulega,“ sagði Egill Örn. Ísland hafi þó setið eftir en nú gefst að sögn Egils tækifæri til að stíga skref inn í framtíðina. Landsstjóri Storytel á Íslandi segir greiðslur til höfunda tryggðar þegar um stafræna útgáfu er að ræða. Storytel gerir greiðslusamninga við Forlagið sem gerir samninga við útgefendur og höfunda. „Við höfum svosem ekki upplýsingar hverjar þær greiðslur eru en við greiðum á milli 50 og 60% af öllum okkar tekjum til útgefanda,“ sagði Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með þrjátíu prósenta hlut í félaginu sem mun starfa sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið streymisveitu Storytel á Íslandi. „Hvernig er hljóðið í rithöfundum varðandi þessa breytingu? Auðvitað kemur þetta höfundum og mörgum á óvart. En ég held og hef heyrt að þegar við höfum útskýrt fyrir þeim hvaða breytingar þetta hefur í för með sér þá sjá allir tækifæri í þessu,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir jafnframt að breyting á eignarhaldi muni í engum tilfellum hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra rithöfunda. Stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins tekur í sama streng. „Það eru í gildi samningar milli félags bókaútgefanda og rithöfundasambands íslands og Forlagið sem fyrirtæki óháð eignarhaldi ber ábyrgð á að þeir samningar séu efndir,“ sagði Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. „Það hefur ekki verið neitt launungarmál að sala á prentuðum bókum hérlendis jafnt og erlendis dregist verulega saman. Hins vegar hefur sala á stafrænum bókum nánast alls staðar annars staðar á nágrannalöndunum aukist verulega,“ sagði Egill Örn. Ísland hafi þó setið eftir en nú gefst að sögn Egils tækifæri til að stíga skref inn í framtíðina. Landsstjóri Storytel á Íslandi segir greiðslur til höfunda tryggðar þegar um stafræna útgáfu er að ræða. Storytel gerir greiðslusamninga við Forlagið sem gerir samninga við útgefendur og höfunda. „Við höfum svosem ekki upplýsingar hverjar þær greiðslur eru en við greiðum á milli 50 og 60% af öllum okkar tekjum til útgefanda,“ sagði Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira