Útlit fyrir að Rússar samþykki stjórnarskrárbreytingar Þórgnýr Einar Albertsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. júlí 2020 19:00 Fyrstu tölur benda til þess að Rússar hafi samþykkt stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Atkvæðagreiðslan hófst á fimmtudag og snýst um þær breytingar sem Vladímír Pútín forseti vill að séu gerðar á stjórnarskrá landsins. Sú tillaga sem hefur vakið langmesta athygli snýst um hversu mörg kjörtímabil forseti má sitja. Pútín er nú á öðru kjörtímabili sínu í röð og má samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ekki gefa kost á sér á ný. Ef breytingarnar taka gildi yrði hins vegar byrjað að telja upp á nýtt og gæti Pútín því setið til 2036, nái hann endurkjöri í tvígang. Stjórnarandstæðingar segja kjósendur hafa sætt miklum þrýstingi í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar en landskjörstjórn segist ekki hafa orðið vör við nein alvarleg brot. Aðrar breytingar sem til stendur að gera snúast meðal annars um að festa í stjórnarskrá að hjónaband sé eingöngu á milli karls og konu og það að rússneska tungan sé hið eina opinbera tungumál ríkisins. Mótmælendur í Túngötu nú síðdegis. Nokkrir mótmælendur söfnuðust saman við rússneska sendiráðið í Garðastræti í Reykjavík nú síðdegis til að mótmæla stjórnarskrárbreytingunum. Mótmælendurnir báru margir skilti á bæði rússnesku og ensku. Á skiltunum mátti m.a. lesa setningar á borð við „Berjumst fyrir frelsi“ og „Enginn útrunninn forseti“. Þá mátti einnig sjá glitta í regnbogafána, alþjóðlegt tákn hinseginfólks. Margir mótmælendanna báru skilti. Rússland Tengdar fréttir Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09 Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Fyrstu tölur benda til þess að Rússar hafi samþykkt stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Atkvæðagreiðslan hófst á fimmtudag og snýst um þær breytingar sem Vladímír Pútín forseti vill að séu gerðar á stjórnarskrá landsins. Sú tillaga sem hefur vakið langmesta athygli snýst um hversu mörg kjörtímabil forseti má sitja. Pútín er nú á öðru kjörtímabili sínu í röð og má samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ekki gefa kost á sér á ný. Ef breytingarnar taka gildi yrði hins vegar byrjað að telja upp á nýtt og gæti Pútín því setið til 2036, nái hann endurkjöri í tvígang. Stjórnarandstæðingar segja kjósendur hafa sætt miklum þrýstingi í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar en landskjörstjórn segist ekki hafa orðið vör við nein alvarleg brot. Aðrar breytingar sem til stendur að gera snúast meðal annars um að festa í stjórnarskrá að hjónaband sé eingöngu á milli karls og konu og það að rússneska tungan sé hið eina opinbera tungumál ríkisins. Mótmælendur í Túngötu nú síðdegis. Nokkrir mótmælendur söfnuðust saman við rússneska sendiráðið í Garðastræti í Reykjavík nú síðdegis til að mótmæla stjórnarskrárbreytingunum. Mótmælendurnir báru margir skilti á bæði rússnesku og ensku. Á skiltunum mátti m.a. lesa setningar á borð við „Berjumst fyrir frelsi“ og „Enginn útrunninn forseti“. Þá mátti einnig sjá glitta í regnbogafána, alþjóðlegt tákn hinseginfólks. Margir mótmælendanna báru skilti.
Rússland Tengdar fréttir Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09 Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09
Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04