Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 12:00 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Í gær bárust þau tíðindi að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hafði keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir tíðindin hafa komið eins og þruma út heiðskíru lofti. Hafa rithöfundar haft samband við ykkur vegna þessa? „Já því er ekki hægt að neita. Það hafa logað símalínur, tölvupóstar og facebook hópar þannig að almennt séð kom þetta fólki gríðarlega á óvart og menn eru mjög óöruggir. Þess vegna hafa þeir verið að leita mikið til okkar,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. Hún segir áhyggjur rithöfunda snúa að mörgum þáttum, en helst hvaða áhrif breytt eignarhald hefur til framtíðar. Útgefendur séu einnig uggandi yfir stöðunni. „Menn hafa almennt áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili á markaði skuli nú eiga 70% í stærsta bókaforlagi landsins og hvort að það óneitanlega muni ekki hafa til framtíðar áhrif á útgáfustefnuna hjá forlaginu,“ sagði Ragnheiður. Rithöfundasambandið ætlar að funda með lögmanni sambandsins í fyrramálið. „Stjórn Rithöfundasambandsins og lögmaður ætla að hittast á óformlegum fundi í fyrramálið og safna saman því sem við höfum verið að heyra síðasta sólarhringinn og hugsa okkar gang. Hvort við eigum að senda út yfirlýsingu á félagsmenn eða hvort við eigum að bregðast einhvern vegin við akkúrat núna,“ sagði Ragnheiður. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Í gær bárust þau tíðindi að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hafði keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir tíðindin hafa komið eins og þruma út heiðskíru lofti. Hafa rithöfundar haft samband við ykkur vegna þessa? „Já því er ekki hægt að neita. Það hafa logað símalínur, tölvupóstar og facebook hópar þannig að almennt séð kom þetta fólki gríðarlega á óvart og menn eru mjög óöruggir. Þess vegna hafa þeir verið að leita mikið til okkar,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. Hún segir áhyggjur rithöfunda snúa að mörgum þáttum, en helst hvaða áhrif breytt eignarhald hefur til framtíðar. Útgefendur séu einnig uggandi yfir stöðunni. „Menn hafa almennt áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili á markaði skuli nú eiga 70% í stærsta bókaforlagi landsins og hvort að það óneitanlega muni ekki hafa til framtíðar áhrif á útgáfustefnuna hjá forlaginu,“ sagði Ragnheiður. Rithöfundasambandið ætlar að funda með lögmanni sambandsins í fyrramálið. „Stjórn Rithöfundasambandsins og lögmaður ætla að hittast á óformlegum fundi í fyrramálið og safna saman því sem við höfum verið að heyra síðasta sólarhringinn og hugsa okkar gang. Hvort við eigum að senda út yfirlýsingu á félagsmenn eða hvort við eigum að bregðast einhvern vegin við akkúrat núna,“ sagði Ragnheiður.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda