Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 12:00 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Í gær bárust þau tíðindi að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hafði keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir tíðindin hafa komið eins og þruma út heiðskíru lofti. Hafa rithöfundar haft samband við ykkur vegna þessa? „Já því er ekki hægt að neita. Það hafa logað símalínur, tölvupóstar og facebook hópar þannig að almennt séð kom þetta fólki gríðarlega á óvart og menn eru mjög óöruggir. Þess vegna hafa þeir verið að leita mikið til okkar,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. Hún segir áhyggjur rithöfunda snúa að mörgum þáttum, en helst hvaða áhrif breytt eignarhald hefur til framtíðar. Útgefendur séu einnig uggandi yfir stöðunni. „Menn hafa almennt áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili á markaði skuli nú eiga 70% í stærsta bókaforlagi landsins og hvort að það óneitanlega muni ekki hafa til framtíðar áhrif á útgáfustefnuna hjá forlaginu,“ sagði Ragnheiður. Rithöfundasambandið ætlar að funda með lögmanni sambandsins í fyrramálið. „Stjórn Rithöfundasambandsins og lögmaður ætla að hittast á óformlegum fundi í fyrramálið og safna saman því sem við höfum verið að heyra síðasta sólarhringinn og hugsa okkar gang. Hvort við eigum að senda út yfirlýsingu á félagsmenn eða hvort við eigum að bregðast einhvern vegin við akkúrat núna,“ sagði Ragnheiður. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Í gær bárust þau tíðindi að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hafði keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir tíðindin hafa komið eins og þruma út heiðskíru lofti. Hafa rithöfundar haft samband við ykkur vegna þessa? „Já því er ekki hægt að neita. Það hafa logað símalínur, tölvupóstar og facebook hópar þannig að almennt séð kom þetta fólki gríðarlega á óvart og menn eru mjög óöruggir. Þess vegna hafa þeir verið að leita mikið til okkar,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. Hún segir áhyggjur rithöfunda snúa að mörgum þáttum, en helst hvaða áhrif breytt eignarhald hefur til framtíðar. Útgefendur séu einnig uggandi yfir stöðunni. „Menn hafa almennt áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili á markaði skuli nú eiga 70% í stærsta bókaforlagi landsins og hvort að það óneitanlega muni ekki hafa til framtíðar áhrif á útgáfustefnuna hjá forlaginu,“ sagði Ragnheiður. Rithöfundasambandið ætlar að funda með lögmanni sambandsins í fyrramálið. „Stjórn Rithöfundasambandsins og lögmaður ætla að hittast á óformlegum fundi í fyrramálið og safna saman því sem við höfum verið að heyra síðasta sólarhringinn og hugsa okkar gang. Hvort við eigum að senda út yfirlýsingu á félagsmenn eða hvort við eigum að bregðast einhvern vegin við akkúrat núna,“ sagði Ragnheiður.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00