Samverkakona Epstein handtekin af FBI Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:55 Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein. Getty/Jared Siskin Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona og fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hún var sögð handtekin í New Hampshire sökuð um aðild að brotum Epsteins og kemur hún fyrir alríkisdóm innan skamms. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Epstein lést í fangelsi í New York þann 10. ágúst síðastliðinn á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæranna um kynferðisbrot og mansal. Hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar. Dauði Epstein var úrskurðaður sjálfsvíg. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Þær hafi í kjölfarið verið kynferðislega misnotaðar af honum og vinum hans. Virginia Giuffre, ein kvennanna, sakar Maxwell um að hafa boðið henni vinnu við að nudda Epstein, þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul. Fyrr á þessu ári kærði Maxwell bú Epstein og krafðist hún þess að fá bætur fyrir þann kostnað sem fylgt hefur málinu, bæði vegna lagalegrar aðstoðar og við það að tryggja öryggi hennar. Hún segist reglulega fá hótanir og óttist hún um öryggi sitt og líf. Fréttin hefur verið uppfærð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona og fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hún var sögð handtekin í New Hampshire sökuð um aðild að brotum Epsteins og kemur hún fyrir alríkisdóm innan skamms. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Epstein lést í fangelsi í New York þann 10. ágúst síðastliðinn á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæranna um kynferðisbrot og mansal. Hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar. Dauði Epstein var úrskurðaður sjálfsvíg. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Þær hafi í kjölfarið verið kynferðislega misnotaðar af honum og vinum hans. Virginia Giuffre, ein kvennanna, sakar Maxwell um að hafa boðið henni vinnu við að nudda Epstein, þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul. Fyrr á þessu ári kærði Maxwell bú Epstein og krafðist hún þess að fá bætur fyrir þann kostnað sem fylgt hefur málinu, bæði vegna lagalegrar aðstoðar og við það að tryggja öryggi hennar. Hún segist reglulega fá hótanir og óttist hún um öryggi sitt og líf. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56