Ríkisstjórn Frakklands hættir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 08:17 Emmanuel Macron Frakklandsforseti í forgrunni og Edouard Philippe fráfarandi forsætisráðherra strýkur í gegnum skeggið. AP/Christian Hartmann Franska forsetahöllin greindi frá því í morgun að Edouard Philippe, forsætisráðherra landsins, hefði sagt starfi sínu lausu - rétt eins og aðrir ráðherrar landsins. Líklegt er talið að hann muni áfram gegna embættinu þangað til eftirmenn ráðherrana hafa verið skipaðir. Engin ástæða er gefin fyrir afsögn ráðherranna í orðsendingu forsetahallarinnar en undanfarnar vikur hefur verið hvíslað um væntanlega uppstokkun í frönsku ríkisstjórninni. Emmanuel Macron, sem féllst á starfslok ráðherranna, er sagður vilja styrkja stöðu sína fyrir næstu kosningar sem fram fara í Frakklandi eftir tvö ár. Vinsældir hans og fráfarandi ríkisstjórnar hafa dvínað að undanförnu, ef frá er talinn stuðningur við fyrrnefndan Philippe sem var talinn hafa styrkt stöðu sína eftir framgöngu hans í kórónuveirumálum. Það kom þó ekki í veg fyrir afhroð fyrir flokk Frakklandsforseta í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru um síðustu helgi. Þar sópuðu græningjar til sín fylgi og er Macron sagður óttast að niðurstöðurnar kunni að gefa vísbendingu um niðurstöðurnar árið 2022. Frakklandsforseti og ríkisstjórnin hafa sætt aukinni gagnrýni vegna sleifarlags í loftslagsmálum. Frakklandsforseti hafi því viljað skipta út ríkisstjórn sinni og „byrja með hreint borð“ við endurreisn fransks efnahags eftir faraldurinn, sem Macron vonar að muni auka vinsældir hans þegar fram í sækir. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Franska forsetahöllin greindi frá því í morgun að Edouard Philippe, forsætisráðherra landsins, hefði sagt starfi sínu lausu - rétt eins og aðrir ráðherrar landsins. Líklegt er talið að hann muni áfram gegna embættinu þangað til eftirmenn ráðherrana hafa verið skipaðir. Engin ástæða er gefin fyrir afsögn ráðherranna í orðsendingu forsetahallarinnar en undanfarnar vikur hefur verið hvíslað um væntanlega uppstokkun í frönsku ríkisstjórninni. Emmanuel Macron, sem féllst á starfslok ráðherranna, er sagður vilja styrkja stöðu sína fyrir næstu kosningar sem fram fara í Frakklandi eftir tvö ár. Vinsældir hans og fráfarandi ríkisstjórnar hafa dvínað að undanförnu, ef frá er talinn stuðningur við fyrrnefndan Philippe sem var talinn hafa styrkt stöðu sína eftir framgöngu hans í kórónuveirumálum. Það kom þó ekki í veg fyrir afhroð fyrir flokk Frakklandsforseta í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru um síðustu helgi. Þar sópuðu græningjar til sín fylgi og er Macron sagður óttast að niðurstöðurnar kunni að gefa vísbendingu um niðurstöðurnar árið 2022. Frakklandsforseti og ríkisstjórnin hafa sætt aukinni gagnrýni vegna sleifarlags í loftslagsmálum. Frakklandsforseti hafi því viljað skipta út ríkisstjórn sinni og „byrja með hreint borð“ við endurreisn fransks efnahags eftir faraldurinn, sem Macron vonar að muni auka vinsældir hans þegar fram í sækir.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira